Fundargerð 8. apríl 2008

Fundur Samtaka þann 8. apríl 2008.
Mættir: Linda María (Hrísey), Annna Svavarsdóttir (Síðuskóla), Páll Steingrímsson (Lundarskóla), Guðjón H. Haukson (Brekkuskóla), Hafdís Dögg (Oddeyrarskóla), Kristín (Brekkuskóla), Hólmfríður (Oddeyrarskóla).

1. Könnunin
Tengill á svörin er hér: http://www.surveymonkey.com/sr.aspx?sm=OFLoviZiwOka5CoAB4WDlloiO3p9h6JoXKGjv4WJoo8%3d

Svörunin virðist best hjá foreldrum Brekkuskóla.

Við verðum að fá niðurstöður þessarar könnunar birtar á aðgengilegu formi.

Íbúadagur er á laugardaginn næsta. Gaman ef eitthvað væri hægt að vinna úr þessum upplýsingum fyrir þann dag. Punktarnir sem komu frá foreldrum um ástæður þess að þeir aka börnum sínum þurfa að koma fyrir stíganefnd. Ákveðið að skipta með okkur verkum þannig að hver skóli geri upp sín svör. Það má taka saman örstutta samantekt við hverja spurningu. Continue reading Fundargerð 8. apríl 2008

Marsfundur

Fundur Samtaka 4. mars
Mættir: Hjalti, Jóhanna, Eyrún, Arnheiður, Hólmfríður, Guðjón
sérstakur gestur Gunnar Gíslason

1. Sérkennslumál í grunnskólum bæjarins – Gunnar Gíslason

Gunnar hélt mjög greinargott erindi um það hvernig Akureyrarbær vinnur að sérkennslumálum. Hann vísaði til skýrslu sem starfshópur um endurskoðun á viðmiðunarreglum fyrir úthlutun sérkennslustunda skilaði af sér í mars árið 2007. Skýrslan er birt í heild á vef Skóladeildar. Í skýrslunni kemur fram að hópurinn telur mikilvægt að grípa til aðgerða sem fyrirbyggja aðgreiningu og auka námsaðlögun. Þessu megi ná fram með því að unnin verði heildarsýn í hverjum skóla sem byggi á því að hver og einn hafi sín sérkenni og að horfa þurfi til allra. Lögð verði áhersla á vinnufyrirkomulag kennara, að fagleg kennarateymi verði mynduð og þannig stuðlað að aukinni samvinnu milli kennara og að ábyrgð kennara verði aukin. Starfshópurinn leggur til að reynt verði að draga úr því að greiningar þurfi að liggja fyrir til að úthlutað verði fjármagni til sérkennslu, en skólunum úthutað fármagni til þess að það gefist aukinn sveigjanleiki til að mæta þörfum tiltekinna nemenda.
Continue reading Marsfundur

Afmælisfundur Samtaka 5. febrúar 2008

Afmælisfundur Samtaka 5. febrúar 2008 í Glerárgötu 26
Mættir voru: Hólmfríður, Arnheiður, Ragnhildur, Hjalti, Jóhanna og Guðjón.

1. Ingibjörg Auðunsdóttir hjá Skólaþróunarsviði kennaradeildar HA fjallaði um verkefni sín. Í erindi hennar kom fram að engin þróunarverkefni eru unnin í skólum Akureyrar á þessu ári og að henni sýnist Íslendingar sé aftarlega á merinni í samstarfi foreldra og skóla.
Henni sýnast fræðin benda til þess að það sé beintenging milli náms barnanna og foreldrastarfsins sem skili bestum árangri.

Continue reading Afmælisfundur Samtaka 5. febrúar 2008

Afmælisfundur Samtaka

Næsti fundur Samtaka verður haldinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þá vill svo til að nákvæmlega ár er liðið frá eiginlegum stofnfundi svæðisráðsins. Fundurinn verður haldinn á venjulegum stað í Glerárgötu 26 kl. 17:30 til 19.

Fundur Samtaka 6. mars 2007

Annar fundur Samtaka, haldinn í Glerárgötu 26, þriðjudaginn 6. mars 2007.
Mættir voru: Hólmfríður, Helga, Hafdís, Kristín, Sigurður (gilja), Gísli f. Álfheiði, jóhanna, brynjar, Sólveig, Guðjón, Haraldur, Linda María, Ingibjörg Auðunsdóttir var fundarstjóri.

1. Örstutt kynning þátttakenda.

2. Gunnar Gíslason – Kynning á stjórnkerfi Akureyrarbæjar.
(Fylgiefni: Skólinn skiptir máli, bæklingur um Skóladeild; Samþykkt um skólanefnd frá 2006; Glærupakki)

Verklag stjórnkerfisins útskýrt bæði fyrir og eftir nýlegar breytingar á stjórnskipuninni. Nú hafa nefndir mun meiri ákvörðunarrétt sem þýðir að mál þurfa ekki að velkjast í kerfinu um langa hríð. Þetta byggist á því að það séu til virkar leikreglur fyrir hverja nefnd sem gerir henni þá kleift að klára mál strax. Hið sama gildir fyrir embættismenn.

Um endurupptöku á málum. Bæjarráð þarf að úrskurða um endurupptöku. Ef beiðni er hafnað þá er hægt að snúa sér til umboðsmanns Alþingis eða félagsmálaráðuneytis.

Skólamál Akureyrar kosta um 3,4 milljarða – veltan 3,7. Yfirlit yfir skóla bæjarins, stöðugildi o.fl. 774 starfsmenn heyra undir Skóladeild. Skóladeild er framkvæmdaaðili fyrir skólanefnd.

Helstu verkefni skóladeildar útskýrð.

Continue reading Fundur Samtaka 6. mars 2007

Stofnfundur svæðisráðs

Stofnfundur nýs svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar og Hríseyjar var haldinn þann 5. febrúar 2007.
stofnfundur Svæðisráðsins
Mættir voru:

Ingibjörg Auðunsdóttir, frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri,
Hólmfríður Þórðardóttir, frá foreldraráði Oddeyrarskóla,
Hjalti Jóhannesson frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla
Haraldur Ingólfsson, frá foreldraráði Glerárskóla,
Jóhanna Bergsdóttir frá foreldrafélagi Glerárskóla
Gunnar Svanbergsson, frá foreldraráði Brekkuskóla,
Guðjón Hauksson, frá foreldraráði Brekkuskóla,
Anna Ríkharðsdóttir, frá foreldrafélagi Brekkuskóla,
Linda María Ásgeirsdóttir frá foreldrafélagi Hríseyjarskóla
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir frá foreldrafélagi Giljaskóla
Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir frá foreldrafélagi Síðuskóla

Sérstakur gestur á fundinum var Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heimilis og skóla, sem hóf fundinn á erindi fyrir bekkjarfulltrúa og alla foreldra sem eru virkir í foreldrastarfi grunnskólanna. Hún fór yfir hlutverk foreldraráða, foreldrafélaga, umsjónarkennara, bekkjarfulltrúa og tók ýmis dæmi um mál sem þurftu að fara ákveðnar leiðir gegnum þetta samskiptanet. Helga Margrét býr að mikilli reynslu af foreldrastarfi frá Reykjanesi þar sem það var endurmótað frá grunni fyrir nokkrum árum með mjög góðum árangri. Hún upplifði það á eigin skinni og barna sinna hvernig hægt var að gerbreyta skólaandanum í heilu bæjarfélagi með góðu foreldrastarfi.

Erindi Helgu Margrétar var mjög vel tekið og í kjölfarið var Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar stofnað og kosið í helstu störf þess. Kosning fór svo:

Formaður: Hólmfríður Þórðardóttir, úr foreldraráði Oddeyrarskóla,
Varaformaður og áheyrnarfulltrúi í Skólanefnd: Haraldur Ingólfsson, úr foreldraráði Glerárskóla
Ritari: Guðjón Hauksson, úr foreldraráði Brekkuskóla.