Stofnfundur svæðisráðs

Stofnfundur nýs svæðisráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar og Hríseyjar var haldinn þann 5. febrúar 2007.
stofnfundur Svæðisráðsins
Mættir voru:

Ingibjörg Auðunsdóttir, frá Skólaþróunarsviði Háskólans á Akureyri,
Hólmfríður Þórðardóttir, frá foreldraráði Oddeyrarskóla,
Hjalti Jóhannesson frá foreldrafélagi Oddeyrarskóla
Haraldur Ingólfsson, frá foreldraráði Glerárskóla,
Jóhanna Bergsdóttir frá foreldrafélagi Glerárskóla
Gunnar Svanbergsson, frá foreldraráði Brekkuskóla,
Guðjón Hauksson, frá foreldraráði Brekkuskóla,
Anna Ríkharðsdóttir, frá foreldrafélagi Brekkuskóla,
Linda María Ásgeirsdóttir frá foreldrafélagi Hríseyjarskóla
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir frá foreldrafélagi Giljaskóla
Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir frá foreldrafélagi Síðuskóla

Sérstakur gestur á fundinum var Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heimilis og skóla, sem hóf fundinn á erindi fyrir bekkjarfulltrúa og alla foreldra sem eru virkir í foreldrastarfi grunnskólanna. Hún fór yfir hlutverk foreldraráða, foreldrafélaga, umsjónarkennara, bekkjarfulltrúa og tók ýmis dæmi um mál sem þurftu að fara ákveðnar leiðir gegnum þetta samskiptanet. Helga Margrét býr að mikilli reynslu af foreldrastarfi frá Reykjanesi þar sem það var endurmótað frá grunni fyrir nokkrum árum með mjög góðum árangri. Hún upplifði það á eigin skinni og barna sinna hvernig hægt var að gerbreyta skólaandanum í heilu bæjarfélagi með góðu foreldrastarfi.

Erindi Helgu Margrétar var mjög vel tekið og í kjölfarið var Svæðisráð foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrar stofnað og kosið í helstu störf þess. Kosning fór svo:

Formaður: Hólmfríður Þórðardóttir, úr foreldraráði Oddeyrarskóla,
Varaformaður og áheyrnarfulltrúi í Skólanefnd: Haraldur Ingólfsson, úr foreldraráði Glerárskóla
Ritari: Guðjón Hauksson, úr foreldraráði Brekkuskóla.

Undirbúningsfundur 27. jan. 2007

Fundur um myndun svæðaráðs foreldra nemenda í grunnskólum Akureyrarbæjar var haldinn í húsnæði Háskólans á Akureyri.

Mættir voru:
Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrar,
Ingibjörg Auðunsdóttir, frá Skólaþróunarsviði HA,
Hólmfríður Þórðardóttir, frá foreldraráði Oddeyrarskóla,
Jóhann Freyr Jónsson frá foreldrafél. Oddeyrarskóla
Haraldur Ingólfsson, frá foreldraráði Glerárskóla,
Jóhanna Bergsdóttir frá foreldrafél. Glerárskóla
Guðjón Hauksson, frá foreldraráði Brekkuskóla,
Álfheiður Svana Kristjánsdóttir frá foreldrafél. Giljaskóla
Sigurlína A Þorsteinsdóttir frá foreldrafél. Giljaskóla
Helga Ingibjörg Jóhannsdóttir, foreldrafél. Síðuskóla
Linda María Ásgeirsdóttir frá foreldrafél. Hríseyjarskóla
Brynjar Bragason frá foreldrafél. Lundarskóla
Margrét Hrönn Svavarsdóttir frá foreldraráði Lundarskóla

Tveir undirbúningsfundir voru haldnir um vorið 2006. Þá um haustið átti að halda áfram en mjög langan tíma tók að fá nöfn og tölvupóstföng foreldra í foreldraráðum og stjórnum foreldrafélaga. Gunnar Gíslason, deildarstjóri skóladeildar Akureyrar, fól Ingibjörgu Auðunsdóttur að stuðla að myndun þessa félagsskapar og hún ásamt Hólmfríði Þórðardóttur boðuðu fulltrúa allra foreldraráða og foreldrafélaga í Akureyrarbæ á þennan fund, 27. janúar 2007.

Rætt var um samskipti skólanefndar og foreldrasamfélagsins og allir voru sammála um að þörf væri svæðisráði sem sameinaði foreldraráð og -félög undir einum hatti.

Samþykkt var að mynda svæðisráð og gera það á nýjum fundi, þann 5. febrúar 2007.
Einnig var fjallað um fyrirhugaða heimsókn Helgu Margrétar og Maríu Kristínar frá Samtökunum Heimili og Skóla, til Akureyrar 5. febrúar.