Fundur Samtaka 18. september 2012

Mættir: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Brekkuskóla, Unnur Vébjörnsdóttir frá Oddeyrarskóla, Ragnhildur Hjartardóttir frá Giljaskóla, Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla, Guðbjörg Björnsdóttir frá Giljaskóla, Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla sem jafnframt ritaði fundargerð.

Fyrsti fundur vetrarins settur þennan dag. Nýr fulltrúi í stjórn, Guðbjörg Björnsdóttir fyrir hönd Giljaskóla er boðin velkomin.
1.Óskað er eftir að nýr áheyrnarfulltrúi foreldra í skólanefnd verði skipaður úr röðum stjórnar Samtaka. Vilborg sem gengt hefur þessari stöðu síðustu tvo vetur verður frá að hverfa vegna anna. Upplýsir um hlutverk áheyrnarfulltrúa. Guðbjörg Anna Björnsdóttir tekur áskorun um að taka verkefnið að sér þar sem hún hefur bæði áhuga og svigrúm til þess að komast á þessa fundi skólanefndar. Samþykkt einróma.
2.Friðbjörg var í vor var eftir tilnefningu Samtaka, skipuð sem fulltrúi foreldra í stýrihóp til innleiðingar nýrrar aðalnámskrár að skólanámskrá allra skóla á Akureyri. Hún upplýsir um stöðu þessa verkefnis en um er að ræða samstarfsverkefni allra skóla á Akureyri og hafa þegar verið nokkrir fundir haldnir og verkefnið komið á gott skrið. Friðbjörg lýsir því markmiði að gera foreldra virkari og meðvitaðri um aðalnámskrá og skólanámskrá og hverskonar verkefni þessar skrár eiga að vera. Vill Friðbjörg virkja betur foreldrafélögin í þessari vinnu og veltir vöngum yfir leiðum. Ber Friðbjörg upp þá hugmynd að skrifa bréf til foreldrafélaganna og foreldra í þeim tilgangi að virkja og upplýsa foreldrasamfélagið.
3.Formaður tekur til máls. Hann mun vikja sæti í vetur þar sem hann er að hætta í foreldrafélagi Síðuskóla. Þarf því nýr formaður að taka við. Auk þess þarf nýjan fulltrúa Samtaka í Heimili og skóla.
3.a. Vilborg Hreinsdóttir býður sig fram til þess að taka fulltrúasæti í Heimili og skóla og fær upplýsingar um það hlutverk.Samþykkt einróma
3.b. Samþykkt er sú skipan að Vilborg Þórarinsdóttir taki að sér formennsku í Samtaka þennan vetur og ennfremur að ritari verði Ragnhildur Hjartardóttir og ennfremur taki hún að sér heimasíðu samtaka.net.
4.Vilborg Þórarinsdóttir mun athuga með tengilið foreldra í grunnskólanum í Grímsey
5.Umræða um starfið í vetur. Áhugi er fyrir því að Samtaka standi fyrir málþingi þennan vetur. Það hefur verið tvívegis gert á síðustu árum þó ekki síðasta vetur. Hefur tekist vel. Sigríður greinir frá umræðu sem hefur verið í tengslum við “Baujan, sjálfshjálparbók” sem Guðbjörg Thoroddssen, leikkona hefur sett saman og fylgir eftir með kynningu og námskeið fyrir börn og foreldra. Sigríður mun afla frekari upplýsinga og vinna þetta áfram með það í huga að þetta gæti nýst foreldrum og börnum hér.
6.Önnur umræða.
Fundi slitið 18.10

Fundur Samtaka 15. maí 2012

Mættir: Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla, Sigrún Ingibj. Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Hafdís Bjarnadóttir frá Brekkuskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Athugasemdir í upphafi fundar. Ekki var fundur í apríl mánuði. Fundargerð frá því í mars vantar

1. Beiðni hefur borist frá skólanefnd þar sem óskað er eftir að Samtaka tilnefni fulltrúa foreldra í valnefnd vegna árlegrar viðurkenningar skólanefndar fyrir framúrskarandi starf í þágu grunnskóla. Guðjón H. Hauksson hefur starfað í þessari nefnd f.h. foreldra undanfarin tvö ár. Vilborg ber upp þá tillögu að hann verði tilnefndur aftur þetta ár. Hann er tilbúinn í þetta starf áfram. Fundarmenn samþykkja þá tillögu.

2. Beiðni hefur borist frá skólanefnd um að Samtaka tilnefni fulltrúa foreldra í stjórn skólaþróunarverkefnis á vegum skólanefndar. Vilborg gerir grein fyrir verkefninu en um er að ræða þróunarverkefni frá næsta hausti þar sem vinna á með ákveðnum hætti að innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og þá um leið að endurgerð skólanámskrár. Styrkur til verkefnisins að upphæð 3.000.000 kr.hefur borist úr sprotasjóði ráðuneytis. Borin upp sú tillaga að Samtaka tilnefni Friðbjörgu Jóhönnu Sigurjónsdóttur sem fulltrúa foreldra í þessa stjórn. Tillagan var samþykkt.

3. Almenn umræða um starfið í vetur og komandi vetur. Fyrsti fundur næsta skólaárs er áætlaður 11. september nk. Mun fráfarandi formaður Samtaka boða til þess fundar og ný stjórn þá mynduð. Áréttað er að starfsreglur Samtaka gera ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum skóla. Æskilegt er að annar fulltrúinn komi úr foreldrafélagi en hinn frá skólaráði.

4. Fráfarandi formaður mun taka saman í nokkrum orðum starfsárið sem sett verður á heimasíðu Samtaka, samtaka.net.

Fundi lokið klukkan 18.00

Fundur Samtaka 7. febrúar 2012

Mættir: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir, Brekkuskóla, Höskuldur, Naustaskóla, Sigríður Ingólfsdóttir, Naustaskóla, Vilborg Hreinsdóttir, Glerárskóla, Ragnhildur Hjartard óttir, Giljaskóla, Hafdís Bjarnadóttir, Brekkuskóla, Sigrún Ingibjörg Jóhansdóttir, Síðuskóla, Unnur Vébjörnsdóttir, Oddeyrarskóla, Vilborg Þórarinsdóttir, Lundarskóla.

Fundargerð ritaði Vilborg Þórarinsdóttir

Gestir: Preben P étursson, formaður skólanefndar og Gunnar Gíslason, fræðslustjóri.

Fyrirspurnar- og umræðufundur Samtaka og fulltrúa skólanefndar.

Helstu mál til umræðu :

1. Áhyggjur af forföllum í skólunum – v ísir á vanda ef ekki er leyst úr forföllum. Of fáir kennarar með of mörg börn þegar forföll eru og hætta á að lítið n ám fari í raun fram.

Gunnar svarar því til að öll forföll séu leyst frá 1 – 7 bekk en tilfallandi í öðrum bekkjum. Reynt er að finna leiðir, en vissulega miklar áhyggjur af stöðu mála – of naumt skammtað. Reynt er nú að mæla raunveruleg forföll.

Tilraun í Oddeyrarskóla þar sem kennarar eru með krökkum í frímínútum en skólaliðar með krökkum í nestistímum og lesa fyrir börnin. Sjá hvernig það kemur út.

Verið er að skoða ýmsar leiðir bæði til hagsmuna og aukins öryggis fyrir börnin og um leið til hagræðingar.

2. Umræða um félagsstarf innan skólanna – vettvangsferðir – niðurskurður í þeim efnum og hvernig m álin hafa þróast. Forskóli tónlistarskólanna var felldur út – kostnaður lendir á foreldrum.

3. Umræða um reglur um fyrirkomulag v. skólaballa, hvort ekki s é rétt að starfsmaður skóla þurfi að vera til staðar. Fram kemur hjá fulltrúum skólanefnda að til séu skýrar reglur . Að lágmarki einn starfsmaður skóla skuli vera til staðar. Skólastjóri ber ábyrgð á því sem fram fer innan skólans.

4. Umræða um foreldrarölt . Virðist sem ungmenni úr grunnskóla sæki lítið niður í bæ en í stað sé hópasöfnun út í hverfum . Umræða um böll fyrir nemendur grunnskóla á vegum einkaaðila með leyfi bæjaryfirvalda að undangengnum ákveðnum skilyrðum.

5. Fulltrúar skólanefndar gera grein fyrir fyrirhugaðri Ipada-ráðstefnu á vegum epli.is. Rafbókavæðing skólanna. Þessi hugsun er komin á stað en þarf að skoða þessi mál vel frá öllum hliðum.

6. Umræða um stöðu máls er varðar tómstundaskóla/íþr óttaskóla f. 6 – 10 ára börn. Raunveruleg vinna er komin í gang, þverpólitísk samstaða um málið og þetta er á stefnusk rá. Í bígerð samvinnuverkefni – Vinnumálastofnun, Akureyrarstofa – hópur leggist yfir það hvað þurfi að gera til að koma þessu á koppinn.

Fundi slitið 18:15

Fundur Samtaka 10. janúar 2012

Fundur settur klukkan 17.00

Mættir: Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla, Unnur Vébjörnsdóttir frá Oddeyrarskóla, Sigrún I. Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Ragnhildur A. Hjartardóttir frá Giljaskóla, Höskuldur V. Jóhannsson frá Naustaskóla, Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla og Friðbjörg Jóhanna frá Brekkuskóla.

1.Farið er yfir beiðni frá skólanefnd í dagsettu bréfi 24. nóvember sl. þar sem óskað ereftir umsögn um verklagsreglur varðandi auglýsingar í leik- og grunnskólum bæjarins. Fyrir liggja núgildandi verklagsreglur um auglýsingar í leik- grunn- og tónlistarskólum í Akureyrarbæ frá 15. ágúst 2005.

Fulltrúar Samtaka styðja gildandi reglur og leggja áherslu á skýlaust bann við hverskonar auglýsingum á neysluvörum eða þjónustu í leik- og grunnskólum bæjarins. Skýrt er kveðið á um það í núgildandi lögum. Hvað varðar menningartengda viðburði hvers konar þarf það að vera á ábyrgð skólastjórnenda hvort heimila skuli slíkar auglýsingar innan veggja skólanna og ættu þeir að vera fullfærir um að taka ákvarðanir um slíkt.

Vilborg, ritari mun forma bréf til skólanefndar og senda fulltrúum til samþykktar.

2.Unnur greindi frá viðbrögðum lögreglunnar varðandi þátttöku þeirra til forvarnarstarfa innan grunnskólanna. Þeir geta einfaldlega ekki sinnt því vegna niðurskurðar og manneklu.
Tillaga kom fram á fundinum að reyna að semja við Steina P fráfararandi forvarnarlögreglu um að koma að forvarnarmálum innan grunnskólanna með einhverjum hætti/heimsóknum til barnanna í grunnskólanna. Samþykkt á fundinum og mun Höskuldur ræða við Steina P.

3.Fram kom ósk þess efnis að bjóða Gunnari Gíslasyni fræðslustjóra á næsta fund Samtaka enda hefur það verið venja að viðhalda góðu samstarfi við skóladeild. Samþykkt.
4.Umræða um tímasetningu funda hjá Samtaka. Sigrún mun taka ákvörðun um fasta fundartíma.
5.Sigrún fór í stuttu máli yfir það sem fram fór á fulltrúaráðsfundi Heimilis og skóla. Einnig fór hún yfir nokkra punkta úr fyrirlestrum sem voru á Foreldradegi Heimilis og skóla.

Fundi slitið kl. 18:05

Fundur Samtaka 7. desember 2011

Mættir: Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla, Friðbjörg Jóhanna frá Brekkuskóla, Hafdís Bjarnadóttir frá Brekkuskóla, Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla, Sigrún I Jóhannsdóttir frá Síðuskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla.

Gestur á fundinum var Gréta Kristjánsdóttir, forvarnarfulltrúi

Fundur hófst klukkan 20.00

Gréta kynnti helstu verkefni bæjarins í forvarnarmálum og greindi m.a. frá Maritafræðslu fyrir börn úr fimmta bekk og foreldra þeirra. Vegna heldur dræmrar þátttöku stendur til að bjóða uppá Maritafræðslu aftur á nýju ári. Gréta greindi einnig frá forvarnarátaki gegn áfengis- tóbaks og vímuefnaneyslu, fræðslu gegn kynferðisofbeldi fyrir ungmenni úr 7 til 10 bekk í samstarfi við Aflið. Gréta kynnti fræðslu gegn einelti í 8. bekk þar sem undirstaða þeirrar fræðslu er myndband. Þá kynnti Gréta til sögunnar tölvufræðslu fyrir nemendur í 10 bekk sem er í höndum Guðjóns Haukssonar.

Umræða um stöðu ungmenna á Akureyri og greinir Gréta frá áhyggjum sínum yfir vaxandi neyslu ungmenna hér í bænum.

Umræða um foreldraröltið en það virðist eiga erfitt uppdráttar í öllum skólum, vegna þátttökuleysis foreldra. Hins vegar virðist vel haldið utan um gæslu í og á skólalóð þegar böll og skemmtanir eru haldnar í skólum. Ræddar eru leiðir til þess að endurvekja foreldraröltið, þá í hverfum og í bænum. Ákveðið er að fá forvarnarfulltrúa í lið með fulltrúum Samtaka. Gréta mun senda á fulltrúa áætlun um foreldrarölt sem fulltrúar munu fylgja eftir í sínum skólum.

Ekki gafst tími til að taka fleiri erindi fyrir á fundinum og því frestað til næsta fundar.

Fundu slitið 21.10.

Fundur Samtaka 2.nóvember 2011

Fundurinn hófst klukkan 20.00
Mættir: Sigrún I Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Ragnhildur A Hjartardóttir frá Giljaskóla, Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla, Unnur Elva Vébjörnsdóttir frá Oddeyrarskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla sem jafnframt ritaði fundargerð. Fulltrúar frá Brekkuskóla boðuðu forföll.
Forvarnarmál: Gréta forvarnarfulltrúi hafði ekki tök á að mæta á fund vegna veikinda.
Umræða um öryggismál barna í umferðinni, til og frá skóla. Er minnkandi hjálmanotkun sem og notkun endurskinsmerkja? Þurfa foreldrar hvatningu til að fylgja þessum málum eftir? Þarf meiri forvarnir og spurt er hvort lýsing við skólanna sé nógu góð . Fulltrúi Oddeyrarskóla mun ræða við lögregluna um forvarnarmál í skólum en það þykir á vanta að ræða við börn um öryggismál og jákvætt að fá lögregluna í heimsókn í skólanna eins og áður var.
Fulltrúi Giljaskóla greinir frá ályktun sem foreldrafélagið sendi á skipulagsfulltrúa vegna of hraðs aksturs við Merkigil en þar er 50km hámarkshraði. Mikil hætta á slysum en börn fara þar um til og frá skóla og slæmt skyggni eykur hættuna. Í kjölfarið sendi foreldrafélagið bréf til foreldra um að fara varlega í umferðinni og að huga að hjálmanotkun og endurskinsmerkja barna sinna. Fulltrúi mun senda bréfið áfram á aðra fulltrúa Samtaka. Gott framtak.
Tölvupóstur barst frá fulltrúum Brekkuskóla varðandi fyrirlestur tannlæknis til forvarna í tengslum við munntóbak. Virðist viðkomandi tilbúinn að koma í skólanna og halda fyrirlestur. Kemur fram ósk allra fulltrúa á fundinum að fá uppl. um kostnað og mögulegt fyrirkomulag. Markmiðið að hver fulltrúi fái styrk frá foreldrafélagi hvers skóla til að bjóða ungmennum uppá slíkan fyrirlestur.
Mötuneytismál rædd. Virðist almenn bjartsýni og ánægja með sameiginlegan matseðil í leik- og grunnskólum bæjarins, heilsueflandi matseðill og virðist sem eigi stigum við unnar kjötvörur á matseðli.
Fulltrúar úr Glerárskóla. Vantar fulltrúa þaðan inní Samtaka þennan vetur. Fulltrúi Giljaskóla mun hafa samband við foreldrafélag Glerárskóla.
Íþróttaskólar – Málið tekið upp að nýju. Spurt um fundargerð vegna málþings síðasliðið vor. Ritari mun senda hana á fulltrúa en ekki fengust athugasemdir við fundargerð í vor og málið lagt til hliðar. Mikilvægt þykir að taka þetta upp aftur og að Samtaka haldi vinnunni áfram. Umræða um næstu skref. Hugmynd að fá fram skoðun/álit skólastjórnenda um mikilvægi íþróttaskóla, drög að fáum spurningum sem hægt er að leggja fram. Hugmynd að Samtaka kalli síðan aðila á sameiginlegan fund. Fulltrúi frá Síðuskóla mun forma spurningar og senda á fulltrúa. Ritari mun koma fundargerð á heimasíðu Samtaka.
Á fundinum komu upp umræður um aðstæður barna til íþróttaiðkunar í skóla en fram hefur komið vaxandi óánægja foreldra með að senda börn sín í skólaíþróttir í Laugargötu þar sem ekki eru löglegar eldvarnir í húsinu. Þetta mál hefur verið rekið á undanþágum ár eftir ár og foreldrar íhuga að neita að senda börn sín í íþróttir á Laugargötu. Sennilega hafa einhverjir foreldrar þegar neitað að senda börn sín þangað í íþróttir. Ákveðið að koma með athugasemdir á fund skólanefndar.
Fundi slitið 21.10

Fyrsti formlegi fundur Samtaka 12. september 2011

Mættir: Hafdís Bjarnadóttir frá Brekkuskóla, Ragnhildur A. Hjartardóttir frá Giljaskóla, Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Magni R. Magnússon frá Brekkuskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla og ritaði jafnframt fundargerð.

Skipað var í stjórn á þessum fyrsta fundi en Magni er að hverfa frá sem formaður. Við honum tekur Sigrún Ingibjörg Jóhannsdóttir sem verður jafnframt fulltrúi Heimilis og skóla eins og áður. Ragnhildur A. Hjartardóttir tekur við hlutverki meðstjórnanda og Vilborg Þórarinsdóttir verður áfram ritari og áheyrnarfulltrúi í skólanefnd.

Fundir verða hér eftir eins og áður fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði klukkan 17.00 til 18.00 á annarri hæð Glerárgötu 26.

Sigrún vill kanna það á meðal foreldra hvort áhugi sé fyrir því að fá námskeið á vegum Heimilis og skóla hingað norður. Ákveðið að Sigrún kanni fyrst hjá HogS hvort þessi möguleiki sé fyrir hendi verði nægilega mikill áhugi hjá foreldrum hér.

Foreldrarölt. Svo virðist sem skipulag foreldrarölts í fyrravetur hafi ekki gengið upp sem skyldi en það var látið í hendur bekkjafulltrúa efri bekkja að halda utan um það. Hefur heyrst í foreldrum að á vanti að foreldrarölt verði einnig í miðbænum, að foreldrar séu sýnilegir og í vestum. Virðist vanta einhverja stjórnun á foreldraröltinu. Ákveðið að Vilborg boði Grétu forvarnarfulltrúa á næsta fund til að ræða fyrirkomulag foreldraröltsins.

Umræður um hentugasta fyrirkomulagið á skólavörum sem yngri krakkar þurfa að kaupa. Virðist sem börn séu að ljúka skólaári með meira og minna ónotaðar skrifbækur. Þá var ennfremur rætt um klæðnað barna og ungmenna á skólaböllum en heyrst hafa raddir um óviðunandi klæðnað oft á tíðum og hvort þörf sé á að setja reglur um tilhlýðilegan klæðnað. Ákveðið að hlusta frekar eftir þessu.

Fundi slitið kl. 18.00