Fundargerð 7.október ’14

Samtaka fundur 7 okt. 2014

Farið var yfir þau verkefni sem að við ætlum að leggja áherslu næstu vetur. Það verða ákveðin grunnverkefni og við verðum líka að taka tillit til tíðarandans. Mikið rætt um þessi atriði og hvað við viljum leggja áherslu á.
En í vetur leggjum við áherslu á: útivistartíma, geðheilbrigði og fíkniefni/neyslu. Mikið rætt um þessi atriði og mörgu velt upp.
Sigmundur M ætlar að skoða fjármögnun á seglum með útivistartímunum á. Kostnaður, miðað við einn segull á barn hér á Akureyri, yrði um 560.000 kr. Það er verkefni sem við vorum samála að reyna að koma í gegn. M.a. var rætt um að fá Lögregluna til að dreifa seglunum í skólana. Þetta er í vinnslu.
Rætt var um eflingu og kynningu á Samtaka. Þar getum við bætt okkur verulega. Ellert fékk það verkefni að athuga með lógo fyrir Samtökin og leita til Myndlistarskóla Akureyrar og fá nemendur þar til að vinna þetta með okkur. (Uppfært 9 okt. Þetta hefur verið gert og var mjög vel tekið í hugmyndina og harmað að þetta fag er ekki kennt aftur, fyrr en næsta haust).
Við fáum aðila frá Heimili og skóla til að vera með fyrirlestur, þann 6 janúar 2015 fyrir alla 6 bekki hér á Akureyri. Heimir sér um nánari útfærslu á því ath lokakostnað ofl.
Að venju fjörugar umræður um eitt og annað sem tengist þeirri vinnu sem við höfum tekið að okkur.

Ritari.
Ellert

Fundur 10.september 2014

Samtaka, fundur 10.sept 2014.
Fyrsti fundur vetrarins, ekki er þó komin heildarmynd á hópinn þar sem einhver foreldrafélög voru ekki búin að skipa í stjórn.
-Samningur sem gerður var í vor milli Samtaka og skóladeildar liggur fyrir og hefur verið undirritaður. Samtaka hefur nú aðstöðu á skóladeild á Glerárgötu og stefnan er að festur verið viðtalstími einu sinni í viku.

-Málefni vetrarins voru rædd og hvernig skuli staðið að þeim.
Athuga á með fyrirlestra með til dæmis; fíkniefni á Akureyri, Geðheilbrigði (sjálfsmynd unglinga) og bilið milli grunnskóla og framhaldsskóla.
-Í fulltrúaráði Heimilis og skóla sitja Heimir, Sigmundur og Berglind.
-Fyrir hönd Samtaka mun Sigmundur sitja í forvarnarteymi Akureyrarbæjar.
-Tengiliður við skóladeild: Heimir.
-meðlimur í starfshóp um fyrirmyndar aðbúnað í skólum á Akureyri: Heimir.
Upp kom sú hugmynd um að útfæra auglýsingu eða kynningu á Samtaka. Hvað er Samtaka og hvað erum við að gera? Ellert sér um útfærslu á því.

Ritari
Berglind Ása

Fundur Samtaka 4.mars 2014

Auk stjórnarmeðlima sat formaður foreldrafélags Menntaskólans fundinn, Jón S. Baldursson.

Heimili og Skóli verður með fræðslu fyrir alla skóla á Eyjafjarðarsvæðinu 27.mars n.k. athuga þarf með sal.

Heimir og Vilborg (sem eru tengiliðir við Heimili og skóla) fara á fulltrúarráðsfund á Reyðarfirði 3.apríl n.k.

Ellert, Sigmundur og Áshildur sýndu okkur hugmyndir að auglýsingum/ábendingum sem þau voru búin að gera. Ákveðið var að vinna út frá þeim. Allireimir ætlar að athuga með grafískan hönnuð og ljósmyndara.

Unicef hefur ákveðið að halda skiptidótamarkað á Akureyri laugardaginn 22.mars. Athuga á með að fá laust pláss á Glerártorgi. Senda þarf svo póst á skólana til að athuga með samstarf við þá hvað varðar að taka við dóti frá þeim sem vilja taka þátt.

Skoða þarf með dagsetningu fyrir kynningu frá Sjóvá þar sem þeir fara yfir nágrannavörslu. Hugmynd að dagsetningu var 15.maí.

Farið var yfir drög að samningi sem Akureyrarbær vill gera á milli þeirra og Samtaka. Stefnt er að klára þá vinnu fyrir aðalfund Samtaka.

Ritari, Berglind

Fundur Samtaka 4.feb 2014

Rætt var um reglur hjá grunnskólum vegna viðburða, gott væri að athuga hvort allir fari eftir sömu reglum. Skoða með að samræma reglur.

N4 er búið að gefa leyfi á að við notum þeirra uppsetningu/hönnun á áminningunum sem við settum af stað fyrir áramót.

Að minnsta kosti þrír þurfa að setjast niður og setja upp fleiri hugmyndir að ábendingum/hugtökum og athuga þarf með birtingar. Sigmundur, Áshildur og Ellert buðust til þess.

Heimasíðan er komin í gang og formaður og ritari komnir með aðgang. Athuga á hvort Akureyrarbær sé tilbúinn til að greiða árgjald síðunnar fyrir okkur. Akureyrarbær er tilbúinn að taka þátt í kostnaði varðandi til dæmis fræðslu og fyrirlestra sem okkur langar að koma í framkvæmd. Athuga á með formlegan samning á milli Samtaka og bæjarins hvað þetta varðar.

Ræddar voru hugmyndir að fyrirlestrum og fræðslum.

Almenn ánægja er með tengingu okkar við foreldrafélögin í framhaldsskólum bæjarins. Upp kom umræða með tengingu við leikskólana. Skoða þarf það betur í sambandi við aðalfund Samtaka í apríl n.k.

Kosning á varaformanni: Sædís Ingimarsdóttir.

Ritari, Berglind