Málþing 14. mars 2013: “Uppeldi í tölvuvæddum heimi”

Málþing á vegum Samtaka: Uppeldi í tölvuvæddum heimi.

Brekkuskóla 14. mars 2013.

Fundargerð ritaði, Vilborg Hreinsdóttir, fulltrúi í Samtaka.

Fundarstjóri á málþinginu var Guðjón H. Hauksson en hann setti jafnframt þingið og var fyrsti framsögumaður.

Framsögumenn voru auk Guðjóns; Áskell Örn Kárason, forstöðumaður Barnaverndar Akureyrar og Eyjafjarðar, Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur, Böðvar N Sigurðarson, Alfa Aradóttir forstöðumaður forvarnar- og æskulýðsmála á Akureyri og Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóri Brekkuskóla.

Á málþinginu voru eftirtalin fyrirtæki með bása þar sem til sýnis voru vörur og ráðgjöf veitt um tæknivörur og netöryggi: Eldhaf.is, Síminn, Vodafone og Nýherji.

Eftir erindi framsögumanna og að loknu kaffihléi sátu á pallborði ásamt framsögumönnum, Pétur Maack sálfræðingur og Hafþór Freyr Líndal frá SAFT.

 

Erindi Guðjóns H Haukssonar, Kerfisstjórar heimilanna. Guðjón upplýsti áheyrendur um ýmsar staðreyndir úr tölvuheiminum og vísaði í rannsóknir og tölulegar upplýsingar.  Hann lýsti því hvernig börn upplifðu netheiminn og hvernig uppeldi þau fá þar ef aðgangur er óheftur.  Næði og einvera er öllum nauðsynleg á meðan við erum að þroskast og eftir að við erum orðin fullorðin.  Foreldrum geta trúað því að börn upplifi þetta næði og einveru með því að loka sig af inní herbergi með tölvuna en það er öðru nær.  Áreitið er gífurlegt og varhugavert er hvaða gildi og upplýsingar þau eru að fá í gegnum netheima. Hann upplýsti áheyrendur um það að 12 til 17 ára gamlir drengir væri sá hópur sem skoðaði klám mest á netinu.  Klámið er ekki saklaust heldur er um að ræða grófast klám og ofbeldi. Helmingur þeirra sem nota klám á netinu finnst það vont að einhverju leyti og staðreyndin er sú að klámnotkun karlmanns er algeng orskök hjónaskilnaða, þ.e. það er meira gefandi/þægilegra að uppfylla kynlífsþörf fyrir framan skjáinn.

Guðjón fór í erindi sínu inná varnir heimilanna gagnvart óæskilegu efni en þær eru ekki alltaf traustar.  Það þarf að hafa það í huga og jafnframt að 3G kort sem við erum að kaupa með símum barna okkar virka þannig að þau geta farið á netið utan veggja heimilis.

 

Erindi Áskels Arnar Kárasonar fjallaði um einkalíf barna og þörf þeirra fyrir vernd.  Maðurinn hefur þörf fyrir samneyti við annað fólk en er um leið mikilvægt að fá rými sem einstaklingur – að eiga líf út af fyrir sig.  Fyrr á árum þurfti fólk að búa þröngt og átti ekki einkarými nema utandyra en í dag eiga flestir sitt einkaherbergi.  Þegar börnin okkar þróa vitund sína og tilfinningu sem einstaklingar fara vilja þau halda ákveðnum hlutum fyrir sig og eiga t.d. leyndarmál með jafnöldrum og félögum sem foreldrarnir fá ekki aðgang að.    Um mleið og börn okkar þurfa vernd og umsjá fullorðna fólksins, þurfa þau líka sitt eigið rými – og sú þörf vex eftir því sem þau eldast.  Skyldur foreldra breytast í sama mæli; um leið og foreldrar þurfa á sýna börnum sínum umhyggju og vernda þau ber þeim að eiga við þau samtal um það sem skiptir máli í lífinu, færða þau og ala með þeim iðjusemi og siðgæði, eins og löggjafinn leggur áherslu á. Um þetta snúast m.a. forsjárskyldurnar. Áskeli var tíðrætt um hið gullna jafnvægi, að foreldrum bera að setja börnum sínum skýr mörk en einnig að hafa við þau samráð og það í vaxnadi mæli eftir því sem börnin eldast og þroskast.  Þegar kemur að því að setja reglur og mörk varðandi hluti eins og tölvunotkun ráðleggur Áskell foreldrum að forðast að snuðra og njósna, heldur ræða málið við börn sín, hvetja þau til góðra verka og vera jákvæð fyrirmynd.  Mikilvægt sé að fylgja viðurkenndum aldursmörkum hvað varðar tölvuleiki og netnotkun – sbr.  13 ára aldursmörk fyrir facebook. Það geti ekki verið trúverðugt fyrir foreldri að ætla að grípa í taumana og banna eftir að hafa t.d. leyft barninu að stofna Facebook-síðu eða látið það óátalið að barnið spili bannaða tölvuleiki.

Böðvar Nilsen sagði frá eigin reynslu í netheimum.  Hann lenti í vítahring tölvuleikja en í dag getur hann spilað tölvuleiki án þess að ánetjast.  Hann varaði við leiknum World of warcraft.  Hann ánetjaðist þeim leik smám saman.  Þetta byrjaði sakleysislega en hann var fljótur að eignast vini í tölvuheiminum það voru 50 manns að spila leikinn saman. Hann var stofnandi og þurfti að undirbúa allt áður en farið var að spila. Hann spilaði oft 18 klst á dag og lengst spilaði hann í 36 klst. Hann fékk tækifæri á því að spila með toppunum í einn mánuð og ef það gengi vel ætluðu þeir að bjóða honum vinnu en það var þá sem hann áttaði sig á hversu langt hann var sokkinn í netfíknina. Við þetta tilboð vaknaði hann við hvað hann hafði gert við líf sitt eftir 14 mánuði í tölvuleik. Hann eyðilagði leikinn og sinn karakter sem hann bjó sér til. Í dag getur hann farið í leikinn í 10 mínútur og finnur ekki fyrir neinni fíkn. Þegar maður er búinn að gera sér sinn eigin karakter í leiknum getur maður ekki annað en farið aftur í leikinn því annars missir maður af svo miklu. Foreldra hans reyndu að setja honum tímamörk og hann sagði þeim að þetta væri bara 2 klst á dag og þau létu þar við sitja. Böðvar ráðleggur foreldrum að setjast niður með börnunum og sjá þetta með þeirra augum og fá svo til baka frá barninu hvað því finnst og finna svo lausn saman en ef það gengur ekki þá að leita sér aðstoðar. Skólinn tók ekkert á þessu að sögn Böðvars og hafði ekki hugmynd um þetta í raun. Meðan hann var að spila þennan leik fjarlægðist hann raunverulega félaga.

Eyjólfur Örn Jónsson var aðalfyrirlesari á málþingi og í erindi sínu  Netfíkn: andlitslaust samfélag kom hann víða við.  Hann taldi foreldra almennt gera sér litla grein fyrir hvernig þessi tölvuheimur virkar.  Við ólumst upp í öðru umhverfi, þar sem ekki var sjónvarp á fimmtudögum.  Í netheiminum er mikið af klámi, ofbeldi og hatri.  Margir foreldrar telja börnin sín ekki vera að skoða neitt óæskilegt eða að taka þátt í einhverju óæskilegu á netinu.  Veigra sér við að fara að kanna þetta nánar.  Á netinu getur fólk haft uppá síðum sem búa yfir mörgum upplýsingum sem kannski eru ekki æskileg mötun fyrir börn og ungmenni og nefnir þar málefni sem fjalla um anorexíu og önnur geðræn vandamál og leiðbeiningar fyrir fólk hvernig það ber sig að.

18 ár eru síðan farið var að tala um netfíkn og Eyjólfur minnist á Kimberley Young sem hóf að rannsaka netfíkn áður en hugtakið varð til.  Hægt er að skipta netfíkn í undirflokka: Tölvuleikir, spjallrásir, fjárhættuspil, klám og kynlíf, uppboð, upplýsingar og tölvufíkn.  Raunin era ð við getum ánetjast næstum öllu, kannski í lagi á meðan það er tengt jákvæðum hlutum.

Eyjólfur reynir að vinna með foreldrum og hvetja þá til að grípa inní fyrr, vera meðvitaðir um hvað börnin eru að gera á netinu, láta sig skipta, sýna áhuga og vera með barninu frá upphafi.  Þýðir ekki að loka alveg fyrir netnotkun en setja mörk og gera það strax, skapa venju.  Í sjónvarpi og tölvum er hægt að finna eitthvað fyrir alla.

83% barna sem ánetjast gera það á fyrsta árinu og 38 tímar eða fleiri á viku á netinu má flokka undir netfíkn að mati Eyjólfs.  Samt eru dæmi um að börn hafi ánetjast þó þau séu ekki lengur en 38 klst. á viku á netinu.  Eyjólfur bendir á viðvörunarbjöllur: aukin þreyta, erfiðleikar í námi, inni áhugi á fyrri áhugamálum, draga sig frá vinahópnum, einangrun, óhlýðni og skapbreyting. Áhættuþættir: Ótakmörkuð nettenging, óskipulagður tími, nýtt frelsi frá foreldrum, enginn fylgist með hvað er sagt eða gert á netinu, allir styðja frjálsa netnotkun, tilhneiging til félagslegrar einangrunar, feimni/félagsfælni, lágt sjálfsmat, einmanaleiki, vandamál í samskiptum. Bendir á að börn eigi það til að stelast í tölvuna, finnar leiðir þó að reynt sé að skipuleggja tölvutíma heima, s.s. setja mörk. Margir þjást af geðrænum vandamálum áður en þeir verða háðir netinu.

Afleiðingar andlegar: Stöðnun í þroska í kringum 13 ára, ofsafengnar tilfinningar, depurð, vonleysi, athyglisbrestur. Afleiðingar líkamlegar: bakvandamál, höfuðverkur, vöðvabólga, sinaskeiðabólgur, húðfrumubretingar. Þegar ástandið er orðið verulegt gefa sumir sér ekki tíma til að nærast, vökvatap.

Einstaklingar á aldrinum 20 – 21 árs sem eru búnir að vera í lokuðum netheimi í 6 eða 7 ár, sýna áberandi einkenni að vera verulega á eftir í þroska og eiga erfitt með allt mótlæti, ofsareiði og ofsafengin viðbrögð.  Eru daprir og eiga erfitt með að sjá lífið halda áfram.

Lyf við athyglisbresti virka ekki ef hann er áunninn.  Algengur fylgikvilli mikilla tölvuleikja og hraða sem þar er ríkjandi.  Þegar slökkt er á tölvunni og heilinn hættir að matast á þessum hraða þá slekkur hann á sér.

10 hlutir sem fólk missir af vegna of mikillar netnotkunar:

Samvera með fjölskyldu/maka, hversdaglegir hlutir/þátttökuleysi, eðlilegur svefn, lestur, sjónvarp, vinir, hreyfing, áhugamál og kynlíf, þátttaka útá við/bíó, menning, kaffihús ofl.

12 milljón manns borga til að spila World of warcraft í hverjum mánuði og í tölvuheiminum getur einstaklingur verið hver sem er, býr sér til sína eigin persónu, draumaveröld.

Eyjólfur bendir á að foreldrar þurfi að reyna að skilja barnið, byggja upp gott samband/traust og að missa ekki völdin/tökin.

 

Alfa Aradóttir sagði frá stofnun hóps á vegum félagsmiðstöðva Akureyrar til stuðnings drengjum í grunnskólum sem ná illa að fóta sig í heiminum utan tölvuleikjanna. Verkefnið ber heitið Tóti og er virknihópur þar sem gengið er út frá því að áhættuhegðun ungmenna getur óbeint stofnað vellíðan og heilsu í hættu.  Það er hlutverk félagsmiðstöðvanna að sinna forvörnum, bjóða fjölbreytta afþreyingu, virkja jákvætt tengslanet, styrkja sjálfsmynd ungmenna og vekja áhuga.  Í virknihópnum Tóta eru 2 starfsmenn, Oddur og Böðvar og vinna undir handleiðslu forvarnarfulltrúa.  Hópurinn hefur þegar tekið til starfa og hafa foreldrar samþykkt að ganga inní hópinn með sonum sínum.  Alfa kynnti dagskrá hópsins, sem er blanda af virkni og fræðslu.

 

Bergþóra Þórhallsdóttir, aðstoðarskólastjóra í Brekkuskóla flutti erindi sitt “Rafrænir skólar” og var síðust framsögumanna.  Hún fór yfir sögulegan bakgrunn kennslu fyrri alda og hvernig kennslan hefur verið að þróast.  Farið er frá þeirri hugsun að ein aðferð henti öllum í það að mín aðferð hentar mér sem í daglegu tali er kallað einstaklingsmiðað nám og einstaklingsmiðuð kennsla.  Hún lagði áherslu á að nú á 21. öld er nám allstaðar og alltaf.  Námsefnið er ekki bara bækur eins og áður og námið sjálft er sífellt meira verkefnamiðaðra. Börnum gefst kostur á að ljúka námi á sínum hraða og nemandinn tekur meiri þátt í því sem hann er að gera m.a. með því að gera áætlun með kennara sínum um námið. Lögð er áhersla á færni í rökhugsun, sköpun tækifæra og nýsköpun.  Nemendur fá hjálp við að nota netið í námi sínu og leiðbeiningar um það hvar þau geti leitað upplýsinga.  Rafrænt nám og kennsla snýr að því að nemandinn getur unnið rafrænt óháð stað og stund. Bergþóra kom sagði frá þróunarverkefni í Brekkuskóla þar sem unnið er að því að innleiða rafrænt nám. Hún segir rafrænt nám skapa möguleika á hagræðingu í rekstri skóla. Hún sagði frá dæmi þar sem kennari fór erlendis á vegum skólans vegna Comeniusarverkefnis. Á meðan var skipulagt rafrænt nám í stað þess að fella kennslustundirnar niður sem vanalega hefur verið gert hjá elstu nemendunum. Tilraunin tókst vel og nemendur voru jákvæðir og duglegir við verkefnavinnuna og skiluðu þau kennara verkefninu rafrænt.

Pallborðsumræður, stiklað á stóru.

  1. 1.      sérstök nálgun foreldra þegar hættumerki sjást.

Eyjólfur: Fer eftir aldri og hvað barn er að gera. Tala við það, halda ró sinni, benda á af hverju þau missa, hvað þau geta sótt fyrir utan tölvuna.

Hafþór; ganga í kringum þetta, koma sér inn í hringinn hjá barninu.

Pétur; Gott að halda einhverju öðru að því, áður en þau verða langt leidd vilja þau heldur vera í samneyti við foreldra. Foreldrar eru fyrirmyndir.

Áskell; Þátttaka og gefa þeim tíma , setja mörk, aðlögun að minnkun, ekki bara ákveða heldur hafa barnið með í ákvörðun.

  1. 2.      Nams.is fylgja ekki tækninni!

Bergþóra; Meira gangvirkt efni. Þetta er gamaldags. Gera gagnlegra fyrir ísland. Vera með stefnu.

Guðjón; Það þarf ekki miðstýrt batterí. Námsgagnastofnun ætti að vera innan kennarahópsins.

  1. Leikurinn Mind craft.

Eyjólfur; Er eins og hinir, hægt að gleyma sér. Yngri spila hann meira, passa að gæta hófs. Aldurstakmark

Guðjón; Hægt að ná í margt til að breyta honum.

Kona í sal: hann breytist svo hratt og hver eru úrræði.

Eyjólfur; 12 spora kerfi, meðferðarstefna sem ég er ekki hlynntur. Kenna foreldrum og börnum að það er meira úti fyrir leikinn.

Áskell leggur áherslu á mikilvægi foreldra meðvitund þeirra mikilvæg.

Eyjólfur vera undir það búin hvað er hægt að gera þegar þau vakna upp úr tölvuheiminum. Koma í hóp sem tekur á þessu. Kennarar og námsráðgjafar geta hjálpað mikið.

Pétur brotthvarf úr námi er hæðst á íslandi. Fyrirbyggjandi aðferð, foreldrar þurfa að vinna minna og vera meira með börnunum. Auðvelt að vinna með unglinga. Fótspora umræða gagnast ekki.

Alfa talar um að grípa snemma inn í. Frístund hættir á miðstigi, börnin koma ein heim úr skólanum og eru búin að vera ein lengi þegar foreldrar koma. Börn og foreldrar hafa of lítinn tíma til að tala saman.

  1. Útivistartími er flottur er ekki hægt að setja svipað upp fyrir tíma í tölvunni. Hægt að setja tíma á þetta saman á bekkjarfundum í skólanum.

Áskell: Það tók langan tíma að koma útivistartímanum á. Þörf á samræmingu, gott mál en margir vilja ákveða sitt.

Hafþór taka mið af því hvað þau eru að gera. Til forrit sem hægt er að sjá í hvað tíminn fer og hvað er verið að gera.

Kona í sal svo ólíkt hvað fólki finnst vera eðlilegur tími hjá börnum í tölvu.

Eyjólfur þetta er svo nýtt að við erum ekki komin með nein viðmið. Við þurfum að aðlagast þeirra heim áður en við setjum boð og bönn.

Bergþóra mælir  með ef foreldrar eru óöruggir að nota samfélagið og skólann til að fá aðstoð. Skoðum þeirra heim og beitum rökhugsun.

  1. Útivistartími maður grenjar yfir að mega ekki vera úti og í dag reynum við að ýta börnunum heim.
  2. Áhugi – hugmynd að stofna stuðningshóp fyrir foreldra.

Guðjón það er gott að ræða svona í Samtaka.

Bergþóra hvetur foreldra til að stofna svona hóp.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *