Reglur um skemmtanahald grunnskóla og félagsmiðstöðva

Samræmdar reglur um skemmtanahald grunnskóla og félagsmiðstöðva á Akureyri

• Tilkynna skal lögreglu og forvarnarfulltrúa um skemmtanir á vegum skóla og/eða félagsmiðstöðva.
• Skemmtanir skulu ekki standa lengur en til kl. 23.30 nema ef um sérstaka viðburði er að ræða svo sem árshátíð.
• Óska skal eftir heimild til að leita á ungmennum, í töskum, pokum eða öðru sem þau bera með sér á inn á skemmtanir. Ef að þau neita er heimilt að neita þeim um aðgang að skemmtuninni.
• Ekki er heimilt að taka með sér drykki inn á skemmtun.
• Allt ráp út og inn af skemmtuninni er óheimilt og þeim sem yfirgefa staðin er ekki hleypt inn aftur.
• Ef ungmennunum er hleypt út til þess að fá sér frískt loft skal það vera á afmörkuðu svæði undir gæslu.
• Ætið séu að minnsta kosti 2-3 starfsmenn til staðar á skemmtun.
• 3-4 foreldrar skulu vera á vakt í skólanum á meðan skemmtun stendur yfir og fleiri ef þurfa þykir.
• Tilkynna skal lögreglu um grunsamlegar bíla- og/eða mannaferðir í kringum skemmtunina. Gott er að taka niður bílnúmer ef mögulegt er.
• Áfengismælir skal ætið vera til staðar á skemmtun (hægt er að fá lánaðan í Rósenborg).
• Ef grunur leikur á að unglingur sé undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna skal bjóða viðkomandi að blása í mælinn. Ef viðkomandi neitar eða mæling staðfestir grun skal tafarlaust hafa samband við foreldra/forráðamenn.
• Ef ekki næst í forráðamann skal án undantekninga hafa samband við lögreglu.
• Ekki skal hleypa unglingi undir áhrifum vímuefna út af skemmtun án fylgdar foreldris/forráðamanns eða annarra nema í samráði við foreldri/forráðamann.
• Tóbaksnotkun er óheimil á og við skemmtun og ekki er leyfilegt að fara með tóbak inn á skemmtunina.
• Tilkynna skal tóbaksnotkun til foreldra.
• Viðkomandi skólayfirvöldum skal gert grein fyrir atviki.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *