Foreldrar sem auðlind í skólastarfi

Heimili og skóli – landssamtök foreldra eru frjáls félagasamtök sem starfa óháð stjórnmálaflokkum eða trúfélögum. Foreldrar og forráðamenn barna geta gerst félagar í Heimili og skóla og aðrir geta gerst styrktarfélagar. Samtökin veita ráðgjöf til foreldra og foreldrasamtaka og gefa út tímarit og ýmis konar efni um foreldrastarf.Samtökin voru stofnuð 17. september 1992. Markmið þeirra er að stuðla að bættum uppeldis- og menntunarskilyrðum barna og unglinga. Þúsundir foreldra eru félagar í Heimili og skóla og með stuðningi þeirra hefur tekist að byggja upp þjónustu við foreldra og félög þeirra.

Nordisk Komité (NOKO)fyrir samvinnu heimilis og skóla er samstarfsvettvangur foreldrasamtaka á Norðurlöndum.

Það er hlutverk nefndarinnar að ná fram markmiðum samtakanna í hverju landi fyrir sig með samvinnu og þekkingarþróun með hinum norrænu nefndunum og þá fyrst og fremst til að styrkja og þróa samvinnu milli heimila og skóla.

Formannsembættið er núna í höndum Svía en löndin skiptast á að sjá um formennskuna.?Nefndin hittist 2-3 á ári og heldur ráðstefnu annað hvert ár.?Ráðstefna í Stokkhólmi 19.-21. sept. 2008

Charles Desforges The impact of parental involvement on pupil achievement.?Áhrif þátttöku foreldra á gengi nemenda

Afleiðingar eru m.a. aukin þekking, gildismat og skilningur.?Starf skólans:?1. hæfni, sérstaklega læsi?2. Viðhorf, sérstaklega ábyrgð og seigla?3. Gildi, sérstaklega skyldur og réttindi íbúa og nám?Persóna með hæfni og viðhorf án félagslegra gilda er fjandsamlegur umhverfi sínu.?Framtíðin tilheyrir þeim sem geta lært. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Því er allt nám mikilvægt fyrir framtíðina.

Á árunum 1990-2002 var mikið lagt í að bæta kennsluna í Bretlandi. Árangur nemenda jókst mjög lítið. Einstaklingskennsla gefur bestan árangur. Ekkert þjóðfélag hefur þó efni á slíkri kennslu en ekki er hægt að segja að það sé ekki hægt að ná betri árangri.

Það sem hefur áhrif á útkomu menntunar:?• Persónuleiki barnsins?• Persónuleiki fjölskyldu?• Íhlutun foreldranna?• Gæði skólans?• Samfélagið?• Jafnaldrahópurinn?• Stuðningsþjónusta fjölskyldunnar

Áhrif þátttöku foreldra á gengi barna í skólanum:?Desforges skoðaði 40 rannsóknir sem gerðar hafa verið um þetta. Niðurstaða þeirra var: Ef foreldrarnir tóku þátt í lífi barnsins hafði það mikil áhrif á gengi barnsins í skólanum.

Áhrif foreldra Áhrif skólans
7 ára aldur 0,29 0,05
11 ára aldur 0,27 0,21
16 ára aldur 0,14 0,51

Sacker et al (2002)

Hjá yngstu börnunum skipta foreldrarnir mestu máli í gengi barnsins í skólanum. Því skiptir mjög miklu að styðja foreldra yngri barnanna. Hjá 16 ára börnunum eru áhrif foreldranna mun minni en þau hverfa aldrei.

Gott uppeldi foreldra:?Samræður, foreldrar og börn þurfa að tala saman. Sýna þarf barninu áhuga. Það skiptir máli hvernig talað er við barnið. Í samræðum við barnið endurspeglast:

• Virðing

• Gildi

• Viðhorf

Íhlutun sem endist lengi og nær langt, skiptir því máli að sé jákvæð.

Hindranir á þátttöku foreldra

A. Gríðarleg fátækt og félagslegt kaos

B. Misnotkun; alkóhólismi, ofbeldi af öllu tagi o.fl.

C. Þunglyndi

D. Erfiðleikar í sambandi

E. Skortur á sjálfsöryggi eða þekkingu

F. Önnur gildi

G. Hindranir að hálfu skólans

Rannsóknir sýna að 36% barna í Bretlandi þurfa að kljást við einhver þessara atriða.?D) Sumir foreldrar tala mjög lítið við börnin sín frá upphafi. Þeir vita ekki að þess þarf. Foreldrarnir lærðu frá unga aldri hvernig foreldrar gera af sínum foreldrum. Ef þeir tala ekki við börn gera þessir foreldra ekki ráð fyrir að þess þurfi.?G) Til eru nemendur sem útskrifast næstum ólæsir og félagslega óhæfir. Þeir eru búnir að vera í skóla í 10 ár. Illa nýttur tími.

Allir skólar ættu að hafa stuðningskerfi fyrir foreldra.

Umræður um heimavinnu:?Desforges segir heimavinnu ekki skipta máli fyrir gengi barnsins í skólanum. Helsta ástæðan er sú að heimavinnan sem venjulega er lögð fyrir nemendur skiptir barnið í raun og veru engu máli, gerir ekkert fyrir barnið í raun og veru.

Torbjörn Sandén Hlutverk skólastjórans í samspili heimila og skóla?Í PISA könnuninni 2006 kemur Finnland best út með 563 stig. Meðaltal hinna norrænu landanna er 494 sem er nokkuð langt á eftir. Finnland er samt meðal þeirra landa sem eru með stystu skóladagana og er að auki með ódýrustu skóla í Evrópu.?Finnar eru duglegastir þjóða á OECD svæðinu að fá lánaðar bækur á bókasöfnum.?Börnum líður best í dönskum skólum en læra mest í finnskum skólum.?Torbjörn fór nokkrum orðum um kosti og galla finnska skólakerfisins. Hann sagði m.a:

Kostir:?Lítið brottfall úr skólum?Koma best út úr Pisa?Eru með langódýrasta skólakerfið?Stystu skóladagarnir?Jafnvægi milli krafna og væntinga?Skýrar reglur í skólanum?Gott skipulag og agi í skólunum

Ókostir?Einelti meira?Óöryggi í skólanum?Ungar stúlkur óánægðar með útlit sitt

En þetta horfir allt til betri vegar.

Sýn á samvinnu heimila og skóla 2008?• Samvinna mikilvæg?• Óljóst hvað felst í samvinnunni?• Fræðslu skortir?• Að tala saman og finna sameiginlegar reglur

Hann sagði kennaramenntunina góða og tók fram að einungis einn af hverjum tíu komast inn í námið og það hefði sitt að segja um hversu mikil virðing er borin fyrir kennurum í Finnlandi. Menn vita að það eru þeir bestu sem komast áfram og það ætti sinn þátt í viðhorfi fólks.

Ingvar Sigurgeirsson Gullkista við enda regnbogans?Ingvar segir frá eigindlegri rannsókn á hegðunarvanda í grunnskólum Reykjavíkur skólaárið 2005-2006.?Efni viðtalanna var m.a:?• Hegðun og framkoma nemenda?• Eru hegðunarvandkvæði í skólanum og hvernig lýsa þau sér? Hversu þungt brenna þau á ykkur??• Hversu margir nemendur eiga við hegðunarvanda að etja??• Hverjar eru orsakir hegðunarvanda??• Hvernig er tekið á hegðunarvanda??• Hvernig er samstarf við foreldra??• Er einhver ráðgjöf og stuðningur??• Hugmyndir til úrbóta

Það sem kom fram í niðurstöðum var m.a:?• Mikill meirihluti nemenda (89%) á yfirleitt góð samskipti við félaga og starfsfólk?• Mikill munur á umfangi mála eftir skólum, kynjum og aldursstigum?• Meirihluti viðmælenda telur að agavandi sé vaxandi

Skólarnir komu mjög mismunandi út. Þeim má skipta í 3 flokka:?• Lítil eða engin vandamál (7 skólar)?• Nokkur vandi, en starfsfólk telur sig almennt hafa tök á málum (21 skóli)?• Mörg erfið mál sem hvíla þungt á starfsfólki (7 skólar)

Jákvæð viðhorf:?• Byggist á gagnkvæmri virðingu. Við virðum þau og þau okkur. Helgast af því að þau finna að okkur þykir vænt um þau. Viljum þeim vel, berum virðingu fyrir þeim. Þá verður líka auðveldara að stýra þeim fyrir vikið.?• Við sendum skýr skilaboð og reynum að vera fyrirmyndir. Leggjum áherslu á samvinnu og traust. Að þau finni sig örugg í skólanum. Við erum vinir þeirra. Við erum hérna til að vinna með þeim.?• Nemendalýðræði, hlustað eftir röddum nemenda?• Nemendasamtöl, samræður, bekkjarfundir, matsfundir?• Nemendum falin ábyrgð?• Ábyrgðarstörf?• Unglingar aðstoða við gæslu eða kenna leiki (frímínútnavinir)?• Jafningjakennsla.?• Hlýlegt og fallegt umhverfi?• Viðburðir í skólalífinu: Samverustundir, samkomur, uppákomur?• Útikennsla, útivist, íþróttir, leikir, hreyfing?• Vinaverkefni (vinabekkir, vinavikur, vinadagar …)?• Söngur (hafði mikil áhrif)?• Uppeldisstarf: Markviss lífsleiknikennsla – námsefni um samskipti?• Blöndun innan árgangs eða milli aldurshópa?• Samstaða kennara?• Kennsluhættir og hegðun?• Hegðunarvandi var yfirleitt ekki tengdur kennsluháttum?• Aðeins 16% svarenda taldi einhæfa kennsluhætti skýra hegðunarvanda

Málstofur:?Loveleen R Brenna Flokkun og væntingar

Eru skólar með nemendur sem eru með blandaðan bakgrunn (mism. tungumál, þjóðerni) að standa sig verr en hinir skólarnir? Ef skóli kemur illa út úr könnunum þarf að horfa á lausnir, hvað er hægt að gera. Ekki finna afsakanir.

Eru kennararnir færir um að hafa samskipti? Spyrja þeir: Hvað get ég gert??Þurfum að hugsa lausnamiðað, ekki vandamálamiðað.?Kanada kemur vel út í PISA könnunum, mikið um tvítyngd börn þar.

Skólinn ber mikla ábyrgð á að flokka þessi börn ekki þannig að ekki séu gerðar nægilegar kröfur á þau. Það getur þurft að vekja eða ýta undir væntingar foreldranna. Ekki er víst að þeir komi frá menntaheimilum. Mögulega eru engar bækur til heima hjá þessum börnum. Það gildir um öll börn, sama hvaðan þau koma.?Flokkunin sjálf er ekki vandamálið, heldur hvort maður horfir á flokkana sem galla. Erum við með staðalímyndir t.d. hvernig tælensk kona er eða pólskur maður? Flokkum stundum og lokum svo flokknum, þ.e. horfum á neikvæðu þættina en gleymum hinum jákvæðu.

Hugsum við um öll börnin sem íslensk börn eða flokkum við þau í íslensk og erlend? Stimplum við þau þannig að stimpillinn næst ekki af??Börnin eru öll í skólanum í sama tilgangi – til að auka þekkingu sína-, ekki til að útskrifast. Langflestir foreldrar óska börnum sínum allt hið besta, séu í bestu skólunum , með bestu kennarana og að þeir séu tilbúnir að takast á við framtíðina, hið óþekkta.?Kennari þarf að mæta öllum nemendum sínum á sama grunni þótt þau hafi mismunandi bakgrunn. Ekki horfa á þau út frá flokkun og stimpla þau á einhvern hátt.

Kennarar þurfa að passa sig á að nota flokkun sem afsökun að foreldrar eru svona eða hinsegin. “Þeir mæta ekki á fundi því þeir eru innflytjendur” o.s.frv. Það getur verið vegna mismunar á menningarheimum, minnimáttarkennd foreldra eða annað. Það er þá hluti af vandanum, eitthvað sem þarf að tala um, koma upp á yfirborðið.?Flokkun á sem sagt ekki að þýða neitt, ekki segja neitt.

Eru samskipti heimila og skóla þannig að foreldrar koma með kökur og kaffi/ panta pizzur fyrir börnin á meðan þau horfa á video??Er foreldrum gert kleift að taka raunverulega þátt í því sem gerist í skólanum? Er þeim gert kleift að hafa eitthvað að segja um nám barnsins síns? Er tekið á vandamálum sem koma upp? Eru allir tilbúnir að taka á þeim og tala um þau?

Foreldrar hafa mismunandi væntingar til skóla barnsins síns. Virðing fyrir skólanum og kennara er nauðsynleg. En skólinn er að breytast. Margir skólar starfa á annan hátt í dag, fyrir börnin í dag en þeir gerðu fyrir foreldra þeirra. Foreldrar skilja ekki alltaf hvernig skólinn starfar. Er hann of flókinn? Hvernig er upplýsingaflæðið??Tengsl barnsins við foreldana og kennarann skiptir mestu máli í námi barnsins.

Foreldrar þurfa að gera börnunum grein fyrir hversu mikilvæg þekkingin er. Það er eitthvað sem ekki er hægt að taka frá þeim aftur. Foreldrar þurfa líka að tala jákvætt um skólann. Dæmi um neikvæðni:?Barn: Viltu hjálpa mér með stærðfræðina??Foreldri: Ertu galin. Ég kann ekkert í stærðfræði, hún er svo leiðinleg, erfið o.s..frv.

Þurfum að gera umhverfið þannig að börnin hafa trú á að þau geti gert hlutina, bæði á hefðbundinn hátt en líka öðruvísi. Að þau hafi trú á eigin getu. Í skólanum eiga allir nemendur að hafa sömu möguleikana til menntunar og það á að gera kröfur á alla.

Benedikte Ask Skotte og Anne Gitte Munck. “Foreldrar sem auðlind”

Nokkrir foreldrar fengu þjálfun í að halda námskeið fyrir aðra foreldra. Voru þjálfaðir eina helgi til að kenna öðrum.?Dæmi um efni:?• Hvað er í lögum um leikskóla??• Námsaðferðir. Hvernig lærir maður??• Námsmódel t.d. Dunn og Dunn’s?• Hvernig lærir þú? Hvernig heldur þú að barnið þitt læri??• Howard Gardner -fjölgreindarkenningin- Sterku hliðarnar?• Hvernig getur barnið lært í skólanum??• Unglingar!!?• Mýtur um börn?• Foreldrar í nýjum hlutverkum?• Lærum lýðræði?• Hnattvæðing?• Að biðja um aðstoð?• Félagslegar tengingar?• Reglur og börn?• Siðferði og siðareglur

Hvernig er hægt að fá foreldrana með??Einn möguleiki er hópavinna.?Hvernig læra börnin??Foreldrum skipt í hópa. Þeir fá blað sem þeir skrifa aðstæður sem börnin lenda í daglega eða sjaldnar. Foreldrarnir færa sig svo á milli borða eða blöðin færð milli hópa. Foreldrarnir skrifa svo á blaðið við hvert atriði hvað þeir telja að barnið geti lært í þessum aðstæðum. Dæmi: Matartími. Hvað lærir barnið í matartímanum? Stærðfræði (telur, stærðarhlutföll t.d. heill og hálfur), að biðja um, kurteisi, skammta sér sjálfur og fleira. Verslunarferð; hvað lærir barnið við að fara í verslun? Skipulagning, skrift (minnismiði). Þannig geta foreldrar gert sér betur grein fyrir hvernig börnin læra og hvað þau læra hvar

Per Hellqvist Skytta ditt barn på itermeti?Verndaðu barnið þitt á netinu núna

Lesskilningur hverfandi Hann vildi meina að börn væru hætt að skilja langan texta vegna þess að tjáningaformið í netheimum væri annað.

Ofurhetjur – Hann sagði að það væri keppikefli fyrir marga að koma sér upp persónu í ákveðnum tölvuleik og skapa stöðu til að sigra.

Vírusvarnir – Mikið af vírusum og njósnaforritum eru búin til á hverjum degi og þess vegna mikilvægt að vera vel varinn. Einu sinni voru vírusarnir þannig að þeir voru sendir á allar tölvur en nú eru þeir orðnir markvissari, ráðist á fáar tölvur, mikið skemmt og miklu stolið.

Persónuþjófnaður á netinu þar sem þú setur upp persónu e-s annars – mannorðið eyðilagt. Það er verið að stela þinni persónu með því birta í annarra nafni skýla sér á bak við aðra, persónustuldur var orð sem hann notaði.

Undir fölsku flaggi – Í eina skiptið sem foreldrar ættu að hvetja börnin sín til að ljúga er á netinu, sagði Per Hellqist. Hann sagði mikilvægt að foreldrar hvettu börnin til að búa sér til eitthvert skjánafn, ekki koma fram undir nafni í netheimum.

Tölvuleikir – Börn og unglingar eru dregnir inn í dýra leiki á netinu, karaktera eru seldir oft dýru verði af því að það liggur svo mikil vinna í að ná árangri í leiknum. Þeir sem ekki vilja leggja á sig vinnu við að skapa karakter geta keypt af öðrum. Ef þú nærð árangri er hægt að selja karakterinn háu verði.

Ofbeldið Krakkarnir eru að taka upp slagsmál og setja á netið. Til þess að fleiri skoði myndbandið þitt þá þarf að vera eitthvað nýtt og krassandi í því. Eykst stöðugt,

Hvatning til foreldra – að vera ekki hrædd við tölvuna eða netið. Fyrir okkur varðar þetta foreldraábyrgð, að vera til staðar og taka þátt. Þetta snýst ekki um að vera sérfræðingur í tölvum. Ef tæknileg vandamál koma upp þá köllum við á sérfræðingana. Aðalatriðið er að taka þátt, líta á þetta sem fótbolta eða sund eða hvað annað sem börnin eru að gera. Þú sem foreldri ákveður og berð ábyrgðina og verður að setja skýrar reglur.

Einnig benti hann á að mikilvægt væri fyrir foreldra að:?• tengjast öðrum foreldrum og ræða málin?• setja tölvuna í sameiginlegt rými?• sættast á það að internetið er leið barnsins til þess að vera í samskiptum við aðra og það er margt jákvætt við það.

Leggja áherslu á það við barnið að gefa ekki upp persónuupplýsingar, ræða við barnið.

Að vera vakandi yfir því hvernig barnið bregst við þegar það er að fá póst eða skeyti eða þ.h. ef það er mikið miður sín gæti verið um einelti að ræða.

Vera vakandi fyrir merki um tölvufíkn. Ef barnið er alltaf þreytt, missir úr skóla, fer ekki út er það merki um tölvufíkn. Ef það verður viðþolslaust ef það kemst ekki í tölvu þá er það líka alvarlegt merki.

Ef eitthvað fer úrskeiðis þarf að leita hjálpar strax. Fólk leitar oft hjálpar allt of seint. Heimasíða:www.skyddadittbarn.nu

Birna Svanbjörnsdóttir Barnið í brennidepli

Birna gerði grein fyrir verkefninu Barninu í brennidepli, hvað varð til þess að farið var af stað með það og hvernig var brugðist við óskum foreldra í kjölfar könnunar. Meginmarkmið verkefnisins var að styrkja foreldrana í foreldrahlutverkinu, styrkja samvinnu heimilis, skóla og ytra samfélags, skapa sameiginlega sýn um uppeldi barna, styrkja tengsl í hverfinu – allt til að bæta námsárangur og líðan barna.

Foreldrar vildu einkum fá stuðning í því að byggja um sjálfstraust hjá börnum sínum, sjá og koma og í veg fyrir einelti, læra námstækni, styrkja tilfinningagreind hjá börnum sínum og auka félagsfærni þeirra.

Komið var á umræðufundum með foreldrum hverfisins, boðið upp á fyrirlestra, búin til heimasíða, myndaður foreldrahópur til að ræða þessi mál og vera í samskiptum við skólann, aukinn stuðningur við foreldrafulltrúa bekkja og foreldrum gefinn svigrúm til að tala saman og kynnast á fundum, aðstaða í íþróttahúsi hverfisins einu sinni í viku fyrir foreldra og börn þeirra, veisla fyrir íbúa hverfisins í matsal grunnskóla hverfisins.

Inger Pipp Sýn skólastjórans

Það þarf að huga að því að hafa góð samskipti við alla sem koma að börnunum. Allt starfsfólk skólans skiptir máli fyrir barnið í skólanum.?Sýn skólastjórans:?Hann þarf að gegnumsýra allt í skólanum með drifkrafti sínum?Hann metur árangurinn. Miklu skiptir að skólastjórinn sé lausnamiðaður í hugsun.

Öll börn þurfa á kröfum að halda. Ef enginn gerir kröfur á þau læra þau ekki að uppfylla kröfur og erfitt síðar að ætla að byrja á því.?Mikilvægt er að hafa starfsfólk sem:?• Sér nemandann?• Gerir kröfur

Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Gerum börnin móttækileg fyrir framtíðinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *