Grein um einelti

Er einelti í þínum skóla?

Einelti er ofbeldi og félagsleg útskúfun sem hefur alvarlegar afleiðingar fyrir þolandann. Það er einelti ef einstaklingur lendir reglulega og yfir ákveðið tímabil í neikvæðu áreiti af hendi eins eða fleiri. Það er t.d. einelti ef um er að ræða:?Uppnefningar og baktal, sögur gerðar til að koma öðrum í vandræði, þegar gert er grín að öðrum vegna útlits eða þyngdar, hæðst af menningu, trú eða húðlit, hæðst að fötlum eða heilsuleysi, þegar ákveðnir einstaklingar fá ekki að vera með í leikjum, gert ítrekað grín að einstaklingi sem tekur það nærri sér, illkvittinn netpóstur eða sms, þegar neitað er að vinna með ákveðnum einstaklingum í skólanum, eigur annarra eyðilagðar og líkamlegar meiðingar, sparkað, slegið eða hrækt á einstakling.

Nokkuð hefur heyrst talað um einelti í skólum að undanförnu. Vil ég hér minna á að einelti er dauðans alvara og afleiðingar þess geta haft mikil og langvarandi áhrif. Mjög mikilvægt er að allir skólar hafi virka eineltisáætlun og hafa margir skólar tekið upp slíka áætlun s.s. Olweusaráætlunina sem hefur víða reynst mjög vel. Mikilvægt er því að allt skólasamfélagið (allt starfsfólk skóla, nemendur og foreldrar) sé hluti af eineltisáætluninni og hafi áhrif á að koma á úrbótum sem vinna gegn einelti. Það þarf að taka einelti alvarlega og koma í veg fyrir að það eigi sér stað. Við þurfum að hvetja börnin til að segja frá einelti og styðja við bakið á þeim og hjálpa sérhverju barni sem verður fyrir einelti.

Svo þarf einnig að aðstoða þau börn sem leggja önnur í einelti við að breyta hátterni sínu.?Allir þurfa að vita hvað gera á þegar einelti kemur upp og mikilvægt að kennarar foreldrar og nemendur viti hvert þeir geta snúið sér með vandamál sín hvort heldur nemendur eru gerendur eða þolendur eineltis. Fræða þarf alla aðila um hvað einelti er, hve mikið er í húfi og hvernig hægt er að vinna gegn því með samstöðu og samvinnu heimilis og skóla. Það verður best gert með því að vinna eftir skipulagðri eineltisáætlun sem sýnt hefur verið fram á að skili árangri. Með því að tala um og taka á einelti erum við að ýta undir umburðarlyndi og virðingu fyrir náunganum og umhverfinu og það er mjög mikilvægur þáttur í uppeldi barna okkar.

Ef foreldrar Akureyrarbæjar telja sig ekki fá stuðning gegn einelti hjá skólastjórnendum eiga þeir að hafa samband við Skóladeild.?Netið og síminn eru oft nefnd þegar rætt er um einelti, enda hafa þessir miðlar opnað nýjar leiðir til að komast að fólki t.d. í gestabókum á bloggsíðum, MSN og SMS boðum í farsímum. Það er því mikilvægt að foreldrar fylgist með netnotkun barna sinna og viti um það hvort þau hafa eigin heimasíðu eða bloggsíðu. Best er að ræða þessi mál við börnin og heimsækja síður þeirra reglulega.?Gagnlegar heimasíður:

http://www.heimiliogskoli.is

http://www.regnbogaborn.is/

http://olweus.is/

http://saft.is

Hólmfríður Þórðardóttir?Formaður Samtaka, svæðisráðs foreldra barna í grunnskólum Akureyrarbæjar

http://samtaka.net/

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *