Aðalfundur Samtaka maí 2015

Skýrsla stjórnar.

Undanfarið ár hefur samtaka komið að nokkrum stórum verkefnum og nokkrum litlum. Veturinn byrjaði á undirbúningi á seglum sem voru hannaðir og að lokum afhentir öllum börnum i 1-6 bekk.

Loks var farið i að hanna logo fyrir samtaka og hugmyndin hans Ellerts frábær . Egill fór svo og lagði loka höndina á það og kom i tölvutækt form.

Fyrirlestur fyrir alla í 6. bekk á Akureyri sem og flottur 200 manna fyrirlestur í Hofi um snjalltækjanotkun.

Fyrirlestur um Fíkniefnaheiminn á Akureyri í Hofi og mættu um 110 manns þar.

Áskorun á Akureyrarbæ vegna skólamáltíða og gjaldskrá i leik- og grunnskólum.

Sædís hefur undanfarið ár setið i skólanefnd á vegum samtaka, en einnig er þar inni hún Vilborg sem situr fyrir hönd leikskólanna en gott er að hafa bakland þar inni.

Samráðshópur um læsi á vegum Menntamálaráðuneytis. Heimir sat í þeim hóp sem fundaði mánaðarlega í vetur. Að lokum var skilað skýrslu frá þeim í febrúar.

Samráðshópur um snjalltækjanotkun á Akureyri í samvinnu við samfélags- og mannréttindaráð. Sigmundur er komin í þá nefnd og til að byrja með mun Heimir einnig sitja fundi,  en ráðgert er að finna annan aðila með Sigmundi í haust.

Stýrihópur um fyrimyndarbúnað i leik- og grunnskólum.

Heimir situr í þeim hóp sem hefur fundað einu sinni. Áætlað er að vinna  þeim hópi áfram og mun það verkefni taka um 2-3 ár.

Fulltrúaráðsfundur Heimilis og skóla í apríl.

Vegna veðurs var ekki hægt að fara á fundinn í nóvember (en tveir fundir eru haldnir á hverju skólaári). Á fundinum í apríl var Heimir formaður kosinn í stjórn heimilis og skóla í gegnum fulltrúaráðið.

Skýrsla stjórnar var samþykkt með meirahluta atkvæða.

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson