Fundur 7.apríl 2015

#Um miðjan mars sendi Samtaka frá sér áskorun til Akureyrarbæjar um að endurskoða gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum sem tóku gildi um síðustu áramót. Einnig var bent á misræmi sem snéri að næringargildi matseðla samkvæmt heimasíðum skólanna og orkuþörf krakka á unglingastigi samkvæmt lýðheilsustöð.

Svar frá fræðslustjóra barst í lok mars þar sem hún var vægast sagt ekki sammála okkur. Hún mun boða stjórn Samtaka á fund núna í apríl þar sem þetta verður betur rætt.

 

#Fulltrúaráðsfundur og aðalfundur hjá Heimili og skóla verður 22.apríl í Reykjavík.
Stefnan er að tveir frá Samtaka fari á þennan fund.

 

# Á síðasta fundi hjá Samfélags- og mannréttindaráði kom fram tillaga um aðkomu Samtaka í stýrihóp sem mun taka þátt í þróunnarvinnu um sameiginlegar reglur og viðmið sem snýr að  snjalltækjanotkun í grunnskólum bæjarins. Okkur finnst þetta spennandi verkefni og munu amk tveir fulltrúar frá Samtaka taka þátt í þessum stýrihóp.

 

# Endurskinsmerki.
Búið er skoða grundvöll og leita eftir tilboðum vegna kaupa á endurskinsmerkjum handa grunnskólabörnum á Akureyri. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins og forvarnardeild hjá Rósenborg vilja taka þátt í kostnaði. Þetta er því allt á réttri leið og verður vonandi klárað með vorinu og afhent strax á nýju skólaári.

 

# Lokafundur – aðalfundur Samtaka  verður
5.maí kl 17:00 í fundarsal á 2.hæð, Glerárgötu 26.

 

Ritari, Berglind