Fundur 3.mars 2015

# Rætt var um ný yfirstaðið málþing fíkniefnalögreglunnar á Akureyri sem fór fram í Hofi. Þar var farið ofan í hvert fíkniefni fyrir sig og einkenni. Að lokum gafst viðstöddum kostur á að skoða allskonar muni sem gerðir höfðu verið upptækir hér norðanlands. Almennt vorum við sátt með fyrirlesturinn þótt auðvitað hefði ýmsu verið hægt að bæta við. Enda er þetta málefni sem hægt er að teygja á marga kanta.

# Hugmynd kom upp um að senda á Dagskrána fleiri ábendingum/heilræðum eins og við létum frá okkur í fyrra sem þau gætu þá gripið í ef vantar uppfyllingarefni.

# Dreyfing á seglum um útivistarreglur fer fram í öllum skólum 23.-25.mars n.k og ætlar Sigmundur að græja texta sem hægt verður að senda foreldrum eða setja á heimasíður. Þar eru seglarnir kynntir og foreldrar hvattir til að fylgja þessum lögum.

# Að lokum var rætt um gjaldskrárhækkanir hjá Akureyrarbæ sem tóku gildi 1.janúar og næringargildi á uppsettum matseðlum. Komið er uppkast af ákorun til bæjaryfirvalda með að endurskoða þessa hluti.

Ritari, Berglind