Fundur 10.febrúar 2015

Fundur Samtaka 10.febrúar 2015

-Seglarnir eiga að vera tilbúnir á næstu dögum og gerum við ráð fyrir þeim norður eftir helgi. Ræddum aðeins fyrirkomulagið í sambandi við afhendingu á þeim. Spurning um auglýsingu í dagskránni og afhenda svo í skólunum. Verður rætt betur á næsta fundi.
Einnig kom upp spurning um grundvöll fyrr að láta gera endurskinsmerki handa grunnskólabörnum. Ætlum að skoða hvað er í boði og hvað þetta myndi kosta.
Svo kom upp hugmynd um hvernig væri hægt að hvetja unglingana til notkunar á endurskinsmerkjum og þá kom sú hugmynd upp að stofna til instagram leik þar sem þau væru hvött til að setja inn mynda af sér með endurskinsmerkið undir eitthvað og svo myndum við draga um einhverja vinninga. Verður rætt betur á næsta fundi.
-Búið er að fá salinn Hamra í Hofi undir fyrirlestur hjá lögreglunni þann 26.febrúar næstkomandi. Mikil spenna er hjá meðlimum Samtaka þar sem síðasta málþing gekk svo vel. Egill ætlar að setja saman auglýsingu sem við getum sett í dagskránna og deilt á internetinu.
– Vinnureglur Samtaka. Ákveðið var að það sem undan er gengið i samskiptum innan Samtaka sem og samskiptum við foreldrafélög að halda Samtaka með opnari samskiptum. Öll skjöl og öll verkefni sem eru í gangi skulu fara fram á facebook síðu stjórnar og einnig skulu vinnuskjöl vera unnin i google docs og geta allir séð og unnið í þeim verkefnum. Framvegis munu allir aðilar innan stjórnar vera inni í samskiptum stjórnaraðila og utanaðkomandi aðila td tölvupóstsamskipti og skjöl um verkefni innan Samtaka.

– Marta Lilja kom með erindi frá Naustaskóla.
Naustaskóli hefur verið í samskiptum við Vöndu Sigurgeirs um að koma hingað og ræða um einelti ofl. mál.
Málið rætt og ákveðið að Heimir Formaður ræði við Soffíu Fræðslustjóra um að fá hana hingað í haust og í kjölfarið fara í skólana og ræða við starfsfólk og kennara. Halda ef til vill málþing um málefnið fyrir foreldra.

– Rætt um fundartíma og mætingu.
Rætt um að reyna að hafa fundina skipulagaðri sem og halda fundartíma opnum þannig að fólk sé ekki að hlaupa út á slaginu 18:00. Sum mál eru þess eðlis að stjórn verður að gefa sér betri tíma og leifa umræður á hlutunum.
Einnig verðum við að skoða hvort hægt sé að fá betri mætingu á fundina þar sem mikilvægt er að fá sem fjölbreyttust viðhorf.

– Facebook. Rætt um að fá betri umræður inn á facebook og reyna að fá stjórnarmeðlimi til að segja sína skoðun. Einnig að hvetja fulltrúa innan stjórnar að hvetja til að koma með efni inn á fundi frá foreldrafélögum skólanna enda þurfum við að vinna fyrir hag allra foreldra.