Fundur 5.jan 2015

Fundur Samtaka 5.jan 2015.

Rætt var um seglana (með útivistarreglunum) sem eru í fullri vinnslu. Þeir eru væntanlegir í lok janúar og gerum við ráð fyrir að afhenda þá í apríl. Fyrirkomulag á afhendingu er ekki alveg komið á hreint.

Senn líður að fyrirlestrunum fyrir 6.bekk sem verða í öllum grunnskólum bæjarins síðustu vikuna í janúar. Þann 29.jan kl 20:00 verður svo fyrirlestur í Hofi þar sem foreldrum og velunnurum barna er boðið að koma og hlusta á þessa fræðslu sem þessir krakkar eru að fá. Þarna eru meðal annars teknar fyrir hættur á netinu og ýmis fræðsla því tengd. Þessi fyrirlestur er haldinn í samstarfi við SAFT ásamt Heimili og skóla.

Þann 26.febrúar mun svo lögreglan á Akureyri vera með fræðslu/kynningu í Hofi á fíkn og öllu sem því tengist. Ætlum við þá að hvetja foreldra til að koma og fræðast hver eru merki unglings í neyslu, hvaða hegðunarmunstur og þess háttar. Áætlað að auglýsa þetta tímanlega.

Rætt var betur um fæðisgjöld sem breyttust um áramót og ákveðið var að senda fyrirspurn á skóladeild um útreikninga samanber mismun á leikskóla og grunnskóla. Heimir ætlar að ganga í þetta mál.

Ritari, Berglind.