Fundur 2.des 2014

Fundur SAMTAKA 2 Desember 2014

Efni fundarins.
• Umsókn um styrki og staða mála
o Sigmundur segir frá umsóknum og þeim svörum sem við höfum fengið. Höfum fengið all mörg „nei“ Verið er að bíða eftir svörum frá fleirum ,, Samfélags og mannréttindaráð hefur ákveðið að styrkja verkefnið með segla og útivistartíma barna um 200.000 kr í kjölfar samtals um þau verkefni sem Samtaka er með á áætlun 2015 hefur SM ráð óskað eftir fundi með samtaka um sameiginleg verkefni, Sigmundur mun athuga með tímasetningu og láta nefndarmenn vita.
o Þar sem kostnaður er mun hærri en styrkir hefur verið ákveðið fá tilboð frá nokkrum aðilum um seglana, skoðað verður að hanna nýtt útlit og reyna að minka kostnað, en einnig er í stöðunni að gefa segla aðeins börnum í 1-6 bekk i í stað allra barna.

• 2. Pöntunin á seglum og afhending
o Tekin verður ákvörðun um pöntun þegar kostnaður og öll tilboð liggja fyrir.
o Ákveðið er að hver skóli muni sjá um að afhenda seglana og mun það vera gert i samráði við skólastjóra og foreldrafélög hvers skóla fyrir sig.

• 3. Logo og notkun þeirra
o Egill kom og sýndi nýtt logo Samtaka og nokkrar útfærslur sem Ellert hannaði og þeir hafa útfært. Hönnunin og útfærslan var unnin í sjálfboðavinnu og erum við þeim þakklát fyrir það.
o Nú þegar Samtaka á logo er nú hægt að setja það á auglýsingar og fréttir frá samtökunum. Egill ætlar að setja logo i skjal sem hægt er að nota á heimasíður skólana og bæjarinns og verður linkur settur á heimasíðu samtaka.

• 4. Matur í grunnskólum Akureyrar
o Heimir segir frá því að nokkrir foreldrar hafi komið á tal við sig þar sem þau lýsa yfir furðu sinni á útreikningum á mat i grunnskólum Akureyrar, Heimir segir frá því að hann hafi á fundi skólanefndar Akureyrar þann 24 Nóvember s.l. hafi hann spurt út i þetta og hafi komið i ljós að matargjald i grunnskólum er reiknað með þvi að taka hráefniskostnað, laun starfsmanna, rekstur á húsi og tækjum.
o Með þvi er máltíðin að kosta 530 krónur, en í annaráskrift 395 krónur.
o Starfsfólk grunnskólanna er að greiða 291 krónur fyrir hverja máltíð óháð fjölda á mánuði.
o Samtaka harmar þetta og mun í kjölfarið leggjast i rannsóknarvinnu um þetta og síðan senda ábendingu um þetta til skóladeildar sem og skólanefndar Akureyrar.
• Hækkun á leikskólagjöldum Akureyrar .
o Samtaka harmar þá ákvörðun Akureyrar um hækkun á vistunargjöldum i leikskólum sem og hækkun á frístund i Grunnskólum Akureyrar.
o Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir hækkun á dagvistunar- og leikskólagjöldum upp á 7%. Sem dæmi munu dvalartímar hækka um tæplega 1.700 krónur á mánuði, miðað við átta klukkustundir á dag. Þá mun frístundagjald hækka um 880 krónur. Einnig mun fæði hækka um 4% eða 320 krónur. Þetta er þvert á stefnu Akureyrarbæjar í skólamálum en þar segir að leita eigi leiða til að gera leikskólann gjaldfrían.

• 5. Fyrirlestur lögreglu um Fíkniefnamál á Akureyri.
o Fimmtudagur 26. febrúar 2015 verður stefnt að því að halda fyrilestur um fíkniefnaheim á Akureyri i samvinnu við rannsóknalögregluna á Akureyri í Hofi. Var svipaður fyrilestur á málþinginu „tölum sama“ í vor en margir foreldrar hafa kallað eftir því að lögreglan fái að kynna sína hlið betur sem og hvernig staðan er hér á Akureyri…
o Sigmundur M. Tengiliður Samtaka við Lögreglu mun skipuleggja þetta i samráði við lögreglustjóra og rannsóknarlögreglu.

• 6. Fyrilestur frá heimili og skóla fyrir 6 bekk.
o Heimir segir frá samtali við Heimili og skóla i sambandi við fræðslu um snjallsíma og netnotkun barna og unglinga. Ráðgert er að aðilar komi til Akureyrar seinustu vikuna i Janúar og fari i alla 6 bekki á Akureyri. Fyrirlestur verður fyrir krakka i 6 bekk um morguninn og fyrir foreldra um kvöldið líklega verður tekinn 1-2 skólar á dag. .. umræður um fyrikomulag og að fá krakka i nemendaráði með og halda smá tölu um snjallsímana og forritin sem þau eru að nota.
o Einnig kom upp sú hugmynd að taka eitt kvöldið i vikunni og halda málþing um snjallsíma og netnotkun í hofi eða einhverjum grunnskólanum. Fá þá Guðjón Hauksson sem hefur verið með fyrirlestur um tölvunotkun, aðila frá SAFT og tölvunarfræðing frá Advania til að segja frá þessum hættum.

• 7. Fjárhagsáætlun 2015 í samtaka
o Heimir kynnir samning við skóladeild þar sem skila þarf áætlun yfir fræðslumál samtaka fyrir árið 2015.
o Mikið rætt um ákveðin verkefni sem á að fara i og hvernig fjármagna skal þau. Eins og undanfarin ár munum við sækja um styrki til fyrirtækja og stofnana en einnig er inn i myndinni að hver skóli greiði fastan styrk til samtaka háð fjölda nemenda.
o Heimir mun i kjölfarið fara á fund með Fræðslustjóra og kynna verkefni Samtaka árið 2015 og hvernig fjárhagsáætlun lítur út.

• 8. Fjárhagsáætlunar akureyrar 2015
o Heimir Kynnti síðari umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrar í fræðslumálum fyrir árið 2015, Var hún tekin fyrir á Skólanefndarfundi 24 Nóvember sl.
o Ekki voru aðilar i Samtaka sammála þeim niðurskurði sem áætlaður er sem og hækkun á gjaldskrá Akureyrar.
o Samtaka furðar sig á ákvörðunum meirihlutans í kjölfar áætlunar flokkana í fræðslumálum sem kom skýrt fram í stefnuskrá flokkana i kosningum í vor. Er þetta andstætt stefnuskrá og loforða flokkana i málaflokknum. Samtaka sem eru samtök foreldra á Akureyri vill beina þeim tilmælum til skólanefndar að reyna eftir fremsta megni að standa vörð um hag barna og foreldra á Akureyri.

• Önnur mál.
o Snjallsímanotkun i Grunnskólum.
? Mikið hefur borið á snjallsímanotkun i grunnskólum og er nú svo farið að símar eru farnir að vera notaðir i kennslustundum i sumum skólum.
? Samtaka furðar sig á þessari þróun sérstaklega með tillit til þess að ekki eru allir nemendur sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvur til að nota i kennslustundum
? Samtölum unglinga í frímínútum hefur farið aftur með tilkomu snjallsíma og það orðið svo að i sumum bekkjadeildum er lítið talað saman og eru allir uppteknir i símum, virðist sem kennarar i sumum skólum hafa brugðið á það ráð að láta nemendur skrifa undir samning og fá þau til að sleppa símum í frímínútum. Og fá þau þá umbun.
? Samtaka hvetur skóladeild til að samræma reglur um snjallsímanotkun i grunnskólum og setja á stefnu i snjallsíma og spjaldtölvumálum i grunnskólunum.
o Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið 18:15

Ritari, Heimir