Fundur 4.nóvember 2014

Mjög góð mæting var á fundinn og eru nú komnir fulltrúar frá öllum grunnskólum á Akureyri. Búið er að semja bréf vegna beiðni um fjárstyrk, sem sent var á stærri fyrirtæki hér í bænum, fyrir seglum með útivistartíma sem við hyggjumst dreifa. Vonumst við eftir einhverjum svörum nú í nóvember.
Búið er að tala við lögregluna um að halda fræðslufund undir nafninu „fíkniefni á Akureyri“. Stefnt er á að halda hann í janúar og verið er að skoða með sal og þess háttar.
Ellert er búinn að útfæra LOGO fyrri Samtaka og hann og Egill ætla að klára að setja það upp. Þá munu samtökin geta notað það um ókomin ár.
Forvarnarfræðsla á vegum Heimilis og skóla í samstarfi við SAFT verður væntanlega í lok janúar. Fræðsluefnið er fyrir nemendur í 6.bekk annars vegar og foreldra hins vegar. Farið er yfir hættur sem krakkar geta staðið frammi fyrir í netheimum og foreldrum bent á hvernig hægt sé að vera vakandi fyrir þeim.
Rætt var um foreldrasáttmálann og fræðsluefni sem Heimili og skóli buðu okkur og nokkrir skólar hafa nú þegar ákveðið að taka inn þetta efni.
Fyrirspurn kom um þak fyrir kosnað vegna árshátíða sem virðist víðast hvar vera kominn ansi hátt. Ætlum við að athuga þetta og reyna að fá skólana í samstarf um að stilla saman hóf fyrir næsta skólaár.

Ritari, Berglind.