Fundargerð 7.október ’14

Samtaka fundur 7 okt. 2014

Farið var yfir þau verkefni sem að við ætlum að leggja áherslu næstu vetur. Það verða ákveðin grunnverkefni og við verðum líka að taka tillit til tíðarandans. Mikið rætt um þessi atriði og hvað við viljum leggja áherslu á.
En í vetur leggjum við áherslu á: útivistartíma, geðheilbrigði og fíkniefni/neyslu. Mikið rætt um þessi atriði og mörgu velt upp.
Sigmundur M ætlar að skoða fjármögnun á seglum með útivistartímunum á. Kostnaður, miðað við einn segull á barn hér á Akureyri, yrði um 560.000 kr. Það er verkefni sem við vorum samála að reyna að koma í gegn. M.a. var rætt um að fá Lögregluna til að dreifa seglunum í skólana. Þetta er í vinnslu.
Rætt var um eflingu og kynningu á Samtaka. Þar getum við bætt okkur verulega. Ellert fékk það verkefni að athuga með lógo fyrir Samtökin og leita til Myndlistarskóla Akureyrar og fá nemendur þar til að vinna þetta með okkur. (Uppfært 9 okt. Þetta hefur verið gert og var mjög vel tekið í hugmyndina og harmað að þetta fag er ekki kennt aftur, fyrr en næsta haust).
Við fáum aðila frá Heimili og skóla til að vera með fyrirlestur, þann 6 janúar 2015 fyrir alla 6 bekki hér á Akureyri. Heimir sér um nánari útfærslu á því ath lokakostnað ofl.
Að venju fjörugar umræður um eitt og annað sem tengist þeirri vinnu sem við höfum tekið að okkur.

Ritari.
Ellert