Fundur 10.september 2014

Samtaka, fundur 10.sept 2014.
Fyrsti fundur vetrarins, ekki er þó komin heildarmynd á hópinn þar sem einhver foreldrafélög voru ekki búin að skipa í stjórn.
-Samningur sem gerður var í vor milli Samtaka og skóladeildar liggur fyrir og hefur verið undirritaður. Samtaka hefur nú aðstöðu á skóladeild á Glerárgötu og stefnan er að festur verið viðtalstími einu sinni í viku.

-Málefni vetrarins voru rædd og hvernig skuli staðið að þeim.
Athuga á með fyrirlestra með til dæmis; fíkniefni á Akureyri, Geðheilbrigði (sjálfsmynd unglinga) og bilið milli grunnskóla og framhaldsskóla.
-Í fulltrúaráði Heimilis og skóla sitja Heimir, Sigmundur og Berglind.
-Fyrir hönd Samtaka mun Sigmundur sitja í forvarnarteymi Akureyrarbæjar.
-Tengiliður við skóladeild: Heimir.
-meðlimur í starfshóp um fyrirmyndar aðbúnað í skólum á Akureyri: Heimir.
Upp kom sú hugmynd um að útfæra auglýsingu eða kynningu á Samtaka. Hvað er Samtaka og hvað erum við að gera? Ellert sér um útfærslu á því.

Ritari
Berglind Ása