Fundur Samtaka 7. janúar 2014

Auk stjórnar var mætt Eydís Valgarðsdóttir sem er tengiliður við foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri.

Áframhaldandi umræða fyrir vitundavakningu 2014.

Hvernig komu slagorðin okkar út? Hvernig er best að ná til fólks? Er betra að hafa andlit/mynd við texta, frekar en texta einan og sér? Facebook? Gott væri að fá leyfi frá N4 til að fá að nota uppsetninguna af slagorðunum sem þau gerðu fyrir okkur eða gera nýja.

Hvernig er hægt að kynna Samtaka? Þurfum að finna leið til að komast í umræðuna. Gott væri ef Samtaka ætti LOGO.

Fleiri og hnitmiðaðari ábendingar/slagorð.

Upp kom umræða um hvort við getum reynt að koma á einhverskonar stöðluðu skipulagi sem allir grunnskólar á svæðinu myndu vinna eftir þegar eitthvað er um að vera; opin hús, skólaböll o.þ.h. Skipulag á eftirliti, huga þarf að skólalóð. Og að nemendur fari heim eftir viðburði.

Hvert foreldrafélag ætlar að athuga hvernig þessum málum er háttað í þeirra skóla og þetta verður svo tekið upp á næsta fundi.

Einnig var rætt um mikilvægi þess að jákvæð umræða skapist um viðurkenningar vegna frammistöðu í námi. Hvetja þarf nemendur á jákvæðan hátt til að gera sitt besta og að hvatningaverðlaun séu ekki neikvæður stimpill. Ræða þarf kannski betur um hvernig kenna á nemendum að samgleðjast með skólafélögum þeirra.

Athuga á með vinnureglur þegar einhver er fenginn inn í stofur til að vera með fræðslu fyrir einstaka bekki. Fer kennari fram? Er hann beðinn að fara fram? Á hann ekki að vera til staðar og passa að viðkvæm málefni fari ekki út fyrir velsæmismörk? Foreldrafélög á hverjum skóla athuga málið og rætt verður betur á næsta fundi.

Athuga aftur með tímalínu viðburða. Fá svör hjá skólum um skipulagða viðburði og koma upp opnu skipulagi sem foreldrar geta skoðað.

Ritari: Berglind Ása

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson