Fundur Samtaka 3. des. 2013

Farið var yfir stöðuna á slagorðunum okkar sem eru komin í birtingu hjá N4. Þar eru sex slagorð sem verða birt til 20.desember. Í N4 dagskránni munu svo slagorðin verða birt til áramóta.

Búið er að senda fyrirspurn á skólaráð þar sem við viljum ræða fjárveitingu frá Akureyrarbæ. Það hlítur að vera grundvöllur fyrir öflugri starfsemi að hafa einhvern bakhjarl. Ef ekki hefði til dæmis verið fyrir stuðning frá N4 þá hefði hugmyndin okkar að þessum slagorðum orðið að engu.

Athuga þarf með vitundarvakningu 2014, kynningar og fyrirlestra frá hinum ýmsu félögum.

Komið var aðeins inn á að kynna þyrfti félagið Samtaka, margir vita ekki af því eða fyrir hvað við stöndum.

Spurning um að gera hálfgerða tímalínu, varðandi viðburði og fyrirlestra sem varða foreldra, börn og unglinga á árinu 2014. Greiður aðgangur fyrir hvaða foreldri sem er til að vita alltaf hvað er í gangi og hvaða viðburðir eru í boði.

Ritari: Berglind Ása

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson