Fundur Samtaka 9. apríl 2013

Mætt voru: Áshildur Hlín Valtýsd.og Sigríður Ingólfsd. frá Naustaskóla, Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Vilborg Hreinsd. frá Glerárskóla, Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Sigmundur Magnúss. og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsd. frá Brekkuskóla og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Að auki var mættur Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi

 

 

1) Uppgjör málþings:

– milli 130 og 140 manns mættu og var almenn ánægja meðal fólks með málþingið sem dróst þó aðeins á langinn svo ekki var hægt að bjóða uppá spjall við sálfræðing eftir á eins og til stóð

– veitingar voru mjög fínar og virtist fólk ánægt með að fá mat í hléi

– pallborðsumræður gengu vel og voru gestir duglegir að spyrja þá sem sátu fyrir svörum og eins að spyrja þá sem voru með kynningarbása

– Síminn hefði vijað vera með mann í pallborði til að svara spurningum um netöryggi o.fl.

– Ákveðið var að birta þakkir í Dagskránni, Gunnlaugur V. Guðmundsson ætlar að taka það að sér

– Ábending barst frá gesti um að það þyrfti að gera meira fyrir eldri hópa, eins og hópa á framhaldsskólaaldri. Samtaka ætlar að útbúa erindi til Samfélags- og mannréttindaráðs þar sem áhyggjum af tölvu- og netvandamálum allra aldurshópa er lýst

2) Undirbúningur fyrir aðalfund Samtaka:

– Ákveðið var að halda aðalfund Samtaka þann 7. maí kl. 17-18. Þar verður meðal annars farið yfir lög Samtaka og tillögur að breytingum á þeim en formaður, varaformaður og ritari ætla að hittast við tækifæri og fara yfir lögin

– Vilborg Þórarinsd. formaður, Friðbjörg J. Sigurjónsd. varaformaður og Ragnhildur A. Hjartard. ritari, hafa allar ákveðið að hætta sem fulltrúar í Samtaka og því þarf að finna einhverja til að taka við af þeim. Uppástunga kom fram um að Heimir Eggerz, Áshildur Hlín og Vilborg Hreinsd. tækju við þessum hlutverkum

 

 

Fundi slitið kl.17.55

 

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson