Fundur Samtaka 26. febrúar 2013

Aukafundur vegna fyrirhugaðs málþings um netnotkun barna og unglinga.

Mætt voru: Sigríður Ingólfsóttir og Áshildur Hlín Valtýsdóttir frá Naustaskóla, Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla, Sigmundur Magnússon og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Brekkuskóla, Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla og Ragnhildur Arna Hjartardóttir frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Einnig voru mættir Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi og Guðjón H. Hauksson

 

1) Upp kom sú hugmynd að fá sýn foreldris eða konu á tölvu-og netheim barna og unglinga. Uppástunga um að Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóra í Brekkuskóla yrði fengin til þess var lögð fram

2) Ákveðið var að hefja málþing kl. 18 þann 14. mars. Eftir kl. 20.30 verða pallborðsumræður og jafnvel möguleiki á að hitta sálfræðing í rólegheitum og spjalla

3) Ákveðið var að setja upp vefsíðu fyrir málþingið með “link” á skráningarsíðu þar sem gestir eru vinsamlega beðnir um að skrá þáttöku sína svo hægt verði að sjá nokkurn veginn hvað má búast við mörgum

4) N4 ætlar að vera með umfjöllun um málþingið (viðtal) og var ákveðið að Gunnlaugur forvarnarfulltrúi tæki að sér að sjá um það

5) Ákveðið var að senda grein á Akureyri vikublað þar sem efni málþingsins verður kynnt. Vilborg Þórarinsd. og Guðjón Haukss. taka að sér að sjá um það

6) Sigríður Ingólfsd. ætlar að sjá um að redda veitingum fyrir málþingið og fá Unni Vébjörnsd. með sér í það

7) Heimir Eggerz sér um auglýsingar

8) Ýmsar umræður um nánari skipulagningu og dagskrá málþingsins

 

 

Fundi slitið kl. 18.05

 

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson