Fundur Samtaka 12. febrúar 2013

Mætt eru: Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Sigmundur Magnússon frá Brekkuskóla, Sigríður Ingólfsd. frá Naustaskóla, Unnur Vébjörnsd. frá Oddeyrarskóla, Vilborg Hreinsd. frá Glerárskóla,  og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Þá voru einnig mættir Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi og Guðjón H. Hauksson.

 

1) Rætt var um skipulag og dagskrá fyrirhugaðs málþings um netnotkun barna og unglinga.

– Ákveðið var að fá einhvern sem hefur glímt við net-/tölvufíkn til að koma og segja frá sinni reynslu, t.d. Böðvar Nielsen Sigurðarson

– Ákveðið var að ræða við Advania, Símann, Vodafone, Tölvutek, Eldhaf um að koma og vera með kynningarbása

– Rætt var um að fá Áskel Örn Kárason til að ræða um rétt barna og unglinga til einkalífs og skyldur foreldra og samfélags gagnvart þeim

– Samþykkt var að Guðjón H. Hauksson tæki að sér að opna málþingið ásamt því að vera fundarstjóri

– Ákveðið var að hafa málþingið 14. mars – veltur þó svolítið á því hvort Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur kemst þann dag

– Í grunninn er dagskrá málþingsins; erindi flutt – veitingar – pallborðsumræður

Fundi slitið kl. 18.05

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson