Fundur Samtaka 15. janúar 2013

Mætt eru: Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Friðbjörg J. Sigurjónsd. og Sigmundur Magnússon frá Brekkuskóla, Sigríður Ingólfsd. og Áshildur Hlín Valtýsd. frá Naustaskóla, Unnur Elva Vébjörnsd. frá Oddeyrarskóla og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Gestir fundarins eru Guðjón Hreinn Hauksson og Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi

 

1) Rætt var um netfíkn barna og unglinga og vill Guðjón gjarnan að Samtaka beiti sér fyrir því að bæjaryfirvöld standi fyrir stofnun stuðningshóps fyrir foreldra netfíkla þar sem vilji og þörf eru fyrir hendi. Í kjölfarið sköpuðust umræður um hvernig standa mætti að slíkum hópi sem og meðferðarúrræði fyrir þá sem eiga við netfíkn að stríða. T.d. vill forvarnarfulltrúi að hluti af starfinu fari fram í félagsmiðstöðvunum en lítil sem engin úrræði eru til í dag, hvorki fyrir foreldra né börn og unglinga  með netfíkn.

2) Rætt var um að koma Samtaka á facebook til að reyna að ná til sem flestra foreldra. Margir vita ekki einu sinni af svæðisráðinu. Samþykkt var að stofna facebook-síðu og ætlar Guðjón að sjá um það.

3) Þá var rætt um komandi málþing um netnotkun barna, en ákveðið var að það yrði haldið um miðjan mars ef salur Brekkuskóla er laus þá. Mikill áhugi er að fá Eyjólf Örn Jónsson sálfræðing til að koma og vera með erindi um netfíkn en hann er eini sálfræðingurinn á landinu sem hefur tekið slík mál að sér. Fram komu hugmyndir um að fá einhvern sem hefur tekist á við netfíkn til að koma og ræða sína reynslu sem og að fá tölvu- og fjarskiptafyrirtækin til vera með bása þar sem þau geta kynnt og kennt á sínar netvarnir fyrir gestum málþingsins.

Ákveðið var að prófa að nota tilvonandi facebook-síðu sem umræðuvettvang fyrir málþingið.

 

Fundi slitið kl. 18.25

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson