Fundargerð 8. apríl 2008

Fundur Samtaka þann 8. apríl 2008.
Mættir: Linda María (Hrísey), Annna Svavarsdóttir (Síðuskóla), Páll Steingrímsson (Lundarskóla), Guðjón H. Haukson (Brekkuskóla), Hafdís Dögg (Oddeyrarskóla), Kristín (Brekkuskóla), Hólmfríður (Oddeyrarskóla).

1. Könnunin
Tengill á svörin er hér: http://www.surveymonkey.com/sr.aspx?sm=OFLoviZiwOka5CoAB4WDlloiO3p9h6JoXKGjv4WJoo8%3d

Svörunin virðist best hjá foreldrum Brekkuskóla.

Við verðum að fá niðurstöður þessarar könnunar birtar á aðgengilegu formi.

Íbúadagur er á laugardaginn næsta. Gaman ef eitthvað væri hægt að vinna úr þessum upplýsingum fyrir þann dag. Punktarnir sem komu frá foreldrum um ástæður þess að þeir aka börnum sínum þurfa að koma fyrir stíganefnd. Ákveðið að skipta með okkur verkum þannig að hver skóli geri upp sín svör. Það má taka saman örstutta samantekt við hverja spurningu.

2. Fræðsluerindi SAFT rætt. Við verðum endilega að fara að fá að vita nákvæma dagsetningu til að geta auglýst þetta vel í okkar hópi.

3. Áhugavert framtak: Fjölsmiðjan. Hugmynd frá Kópavogi. Byrjaði í júlí 2007.

4. Töluvert rætt um upplýsingaflæði milli foreldra og skóla og foreldravefi. Rætt um að hafa mætti foreldravefina á vefsvæði samtaka, t.d. http://brekkuskoli.samtaka.net, eða http://lund.samtaka.net (athugið að þessir vefir eru til prufu enn þá).

5. Gildi heimanáms rætt. Mjög tvíbent tæki og vandmeðfarið. Eini snertiflöturinn sem er til staðar milli heimila og skóla. En heimanámið er hins vegar að sliga mörg heimili.

6. Tilnefningar Samtaka til foreldraverðlauna 2008. Eftir nokkrar umræður ákvað Samtaka að senda tvær tilnefningar: Gunnar Gíslason fræðslustjóra og Steina Pé.

7. Markmið Samtaka
Ákveðið að við köstum á milli okkar tillögum í tölvupósti og komum okkur saman um nokkur góð markmið.

8. Vegna stígamála.

Samtaka mun koma eftirfarandi áhyggjum sínum á framfæri við bæjaryfirvöld.

Þennan veturinn hefur Samtaka, svæðisráð foreldra barna í grunnskólum Akureyrarbæjar, átt gott samstarf við Akureyrarbæ í vinnuhópi um hjóla- og göngustíga bæjarins. Vinnuhópurinn, þar sem saman koma fulltrúar frá flestum nefndum bæjarins, tók til starfa um haustið og vann vel en síðan um áramót hefur nánast ekkert gerst. Samtaka lýsir áhyggjum sínum vegna þessa og vonast til að vinnuhópurinn hefji fljótt aftur markviss og skipulögð störf og spyr jafnframt hvað orsaki töfina.

Fundi slitið 18:10.