Fundur Samtaka 15. maí 2012

Mættir: Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla, Sigrún Ingibj. Jóhannsdóttir frá Síðuskóla, Hafdís Bjarnadóttir frá Brekkuskóla og Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Athugasemdir í upphafi fundar. Ekki var fundur í apríl mánuði. Fundargerð frá því í mars vantar

1. Beiðni hefur borist frá skólanefnd þar sem óskað er eftir að Samtaka tilnefni fulltrúa foreldra í valnefnd vegna árlegrar viðurkenningar skólanefndar fyrir framúrskarandi starf í þágu grunnskóla. Guðjón H. Hauksson hefur starfað í þessari nefnd f.h. foreldra undanfarin tvö ár. Vilborg ber upp þá tillögu að hann verði tilnefndur aftur þetta ár. Hann er tilbúinn í þetta starf áfram. Fundarmenn samþykkja þá tillögu.

2. Beiðni hefur borist frá skólanefnd um að Samtaka tilnefni fulltrúa foreldra í stjórn skólaþróunarverkefnis á vegum skólanefndar. Vilborg gerir grein fyrir verkefninu en um er að ræða þróunarverkefni frá næsta hausti þar sem vinna á með ákveðnum hætti að innleiðingu nýrrar aðalnámskrár og þá um leið að endurgerð skólanámskrár. Styrkur til verkefnisins að upphæð 3.000.000 kr.hefur borist úr sprotasjóði ráðuneytis. Borin upp sú tillaga að Samtaka tilnefni Friðbjörgu Jóhönnu Sigurjónsdóttur sem fulltrúa foreldra í þessa stjórn. Tillagan var samþykkt.

3. Almenn umræða um starfið í vetur og komandi vetur. Fyrsti fundur næsta skólaárs er áætlaður 11. september nk. Mun fráfarandi formaður Samtaka boða til þess fundar og ný stjórn þá mynduð. Áréttað er að starfsreglur Samtaka gera ráð fyrir tveimur fulltrúum frá hverjum skóla. Æskilegt er að annar fulltrúinn komi úr foreldrafélagi en hinn frá skólaráði.

4. Fráfarandi formaður mun taka saman í nokkrum orðum starfsárið sem sett verður á heimasíðu Samtaka, samtaka.net.

Fundi lokið klukkan 18.00

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson