Marsfundur

Fundur Samtaka 4. mars
Mættir: Hjalti, Jóhanna, Eyrún, Arnheiður, Hólmfríður, Guðjón
sérstakur gestur Gunnar Gíslason

1. Sérkennslumál í grunnskólum bæjarins – Gunnar Gíslason

Gunnar hélt mjög greinargott erindi um það hvernig Akureyrarbær vinnur að sérkennslumálum. Hann vísaði til skýrslu sem starfshópur um endurskoðun á viðmiðunarreglum fyrir úthlutun sérkennslustunda skilaði af sér í mars árið 2007. Skýrslan er birt í heild á vef Skóladeildar. Í skýrslunni kemur fram að hópurinn telur mikilvægt að grípa til aðgerða sem fyrirbyggja aðgreiningu og auka námsaðlögun. Þessu megi ná fram með því að unnin verði heildarsýn í hverjum skóla sem byggi á því að hver og einn hafi sín sérkenni og að horfa þurfi til allra. Lögð verði áhersla á vinnufyrirkomulag kennara, að fagleg kennarateymi verði mynduð og þannig stuðlað að aukinni samvinnu milli kennara og að ábyrgð kennara verði aukin. Starfshópurinn leggur til að reynt verði að draga úr því að greiningar þurfi að liggja fyrir til að úthlutað verði fjármagni til sérkennslu, en skólunum úthutað fármagni til þess að það gefist aukinn sveigjanleiki til að mæta þörfum tiltekinna nemenda.

Gunnar gerði ítarlega grein fyrir sérúrræðum sem eru í boði í grunnskólunum og nefndi sem dæmi eftirfarandi sérdeildir:
Oddeyrarskóli: Móttökudeild fyrir nýja Íslendinga 2001
Lundarskóli: Sérdeild fyrir heyrnarskerta og heyrnarlausa nemendur 2001
Síðuskóli: Sd. fyrir einhverfa 1999
Giljaskóli: Sd. fyrir fatlaða og þroskaskerta nemendur

Skólar eru í auknum mæli að taka upp samræmdar aðferðir við agastjórnum (SMT) en nauðsynlegt er að fylgja því eftir með kennslu fyrir foreldra (PMT).

Akureyrarbær borgar tvö stöðugildi við Háskólann á Akureyri sem dreifast á marga kennara og mörg verkefni. Mörg þeirra snerta þróunarstarf í Grunnskólum.

Samtaka þakkar Gunnari mjög upplýsandi og gott erindi.

2. Rætt um könnunina til foreldra. Einhverjir skólar höfðu ekki sent könnunina út. Ákveðið að ítreka við þá skóla að senda könnunina út.

3. Arnheiður fjallaði stuttlega um síðasta skólanefndarfund en vísaði að öðru leyti á fundargerð á vef Akureyrarbæjar (sjá nýjustu fundargerðir).

4. Væntanlegt fræðsluerindi SAFT. Við höfum lengi reynt að koma á fræðsluerindi SAFT hér á Akureyri en hefur gengið illa að koma á ákveðinni dagsetningu. Síðustu fregnir eru þær að SAFT er að ráðgera kynningarherferð um landið í fylgd Vodafone. Líklegt er að þau verði hér í byrjun apríl.

5. Næsti fundur: Könnun tekin fyrir.

Fundi lauk kl. 19:20.