Staða málefnis er varðar íþróttaskóla á Akureyri fyrir yngri börn grunnskóla eftir hugmyndum ÍSÍ

Á fundi skólanefndar þann 5. mars sl. var Logi Már Einarsson úr skólanefnd tilnefndur sem fulltrúi skólanefndar í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla. Þá var samþykkt að vinnuheiti verkefnisins yrði Frístundaskóli. Er það von Samtaka að nú sé hugmyndin um íþrótta- og frístundaskóla, og þar með samfellu í skóla og frístundastarfi barna undir 10 ára aldri og að jafna tækifæri þessara barna til íþrótta- og frístundaiðkunar komin með byr undir báða vængi. Þetta hefur verið helsta baráttumál Samtaka síðustu tvo vetur.
Vísað er í bókun skólanefndar frá 5. mars sl.

Íþrótta- og tómstundaskóli2012020136

Fyrir fundinum lá tillaga um að tilnefna fulltrúa skólanefndar í starfshóp um skipulag íþrótta- og tómstundaskóla (frístundaskóla) fyrir börn á aldrinum 5 – 9 ára á Akureyri.
Skólanefnd samþykkir að tilnefna Loga Má Einarsson, kt. 210864-2969, sem fulltrúa í starfshópinn.
Þá samþykkir skólanefnd að vinnuheiti verkefnisins verði frístundaskóli í staðinn fyrir íþrótta- og tómstundaskóli.

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson

2 thoughts on “Staða málefnis er varðar íþróttaskóla á Akureyri fyrir yngri börn grunnskóla eftir hugmyndum ÍSÍ”

  1. Þó seint sé að skilja eftir aths. nú þá langar mig að benda á að það gætir ósamræmis í aldri þeirra sem frístundaskólinn mun ætlaður fyrir. Ýmist er rætt um 6-10 eða 5-9 ára börn. Ég vona innilega að þetta verði í boði fyrir 1. – 5. bekk, alls ekki bara fyrstu fjóra bekkina.

  2. Sæll Viðar

    Takk fyrir góða ábendingu

    kveðja Vilborg úr Samtaka

Comments are closed.