Fundur Samtaka 7. febrúar 2012

Mættir: Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir, Brekkuskóla, Höskuldur, Naustaskóla, Sigríður Ingólfsdóttir, Naustaskóla, Vilborg Hreinsdóttir, Glerárskóla, Ragnhildur Hjartard óttir, Giljaskóla, Hafdís Bjarnadóttir, Brekkuskóla, Sigrún Ingibjörg Jóhansdóttir, Síðuskóla, Unnur Vébjörnsdóttir, Oddeyrarskóla, Vilborg Þórarinsdóttir, Lundarskóla.

Fundargerð ritaði Vilborg Þórarinsdóttir

Gestir: Preben P étursson, formaður skólanefndar og Gunnar Gíslason, fræðslustjóri.

Fyrirspurnar- og umræðufundur Samtaka og fulltrúa skólanefndar.

Helstu mál til umræðu :

1. Áhyggjur af forföllum í skólunum – v ísir á vanda ef ekki er leyst úr forföllum. Of fáir kennarar með of mörg börn þegar forföll eru og hætta á að lítið n ám fari í raun fram.

Gunnar svarar því til að öll forföll séu leyst frá 1 – 7 bekk en tilfallandi í öðrum bekkjum. Reynt er að finna leiðir, en vissulega miklar áhyggjur af stöðu mála – of naumt skammtað. Reynt er nú að mæla raunveruleg forföll.

Tilraun í Oddeyrarskóla þar sem kennarar eru með krökkum í frímínútum en skólaliðar með krökkum í nestistímum og lesa fyrir börnin. Sjá hvernig það kemur út.

Verið er að skoða ýmsar leiðir bæði til hagsmuna og aukins öryggis fyrir börnin og um leið til hagræðingar.

2. Umræða um félagsstarf innan skólanna – vettvangsferðir – niðurskurður í þeim efnum og hvernig m álin hafa þróast. Forskóli tónlistarskólanna var felldur út – kostnaður lendir á foreldrum.

3. Umræða um reglur um fyrirkomulag v. skólaballa, hvort ekki s é rétt að starfsmaður skóla þurfi að vera til staðar. Fram kemur hjá fulltrúum skólanefnda að til séu skýrar reglur . Að lágmarki einn starfsmaður skóla skuli vera til staðar. Skólastjóri ber ábyrgð á því sem fram fer innan skólans.

4. Umræða um foreldrarölt . Virðist sem ungmenni úr grunnskóla sæki lítið niður í bæ en í stað sé hópasöfnun út í hverfum . Umræða um böll fyrir nemendur grunnskóla á vegum einkaaðila með leyfi bæjaryfirvalda að undangengnum ákveðnum skilyrðum.

5. Fulltrúar skólanefndar gera grein fyrir fyrirhugaðri Ipada-ráðstefnu á vegum epli.is. Rafbókavæðing skólanna. Þessi hugsun er komin á stað en þarf að skoða þessi mál vel frá öllum hliðum.

6. Umræða um stöðu máls er varðar tómstundaskóla/íþr óttaskóla f. 6 – 10 ára börn. Raunveruleg vinna er komin í gang, þverpólitísk samstaða um málið og þetta er á stefnusk rá. Í bígerð samvinnuverkefni – Vinnumálastofnun, Akureyrarstofa – hópur leggist yfir það hvað þurfi að gera til að koma þessu á koppinn.

Fundi slitið 18:15

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson