Afmælisfundur Samtaka 5. febrúar 2008

Afmælisfundur Samtaka 5. febrúar 2008 í Glerárgötu 26
Mættir voru: Hólmfríður, Arnheiður, Ragnhildur, Hjalti, Jóhanna og Guðjón.

1. Ingibjörg Auðunsdóttir hjá Skólaþróunarsviði kennaradeildar HA fjallaði um verkefni sín. Í erindi hennar kom fram að engin þróunarverkefni eru unnin í skólum Akureyrar á þessu ári og að henni sýnist Íslendingar sé aftarlega á merinni í samstarfi foreldra og skóla.
Henni sýnast fræðin benda til þess að það sé beintenging milli náms barnanna og foreldrastarfsins sem skili bestum árangri.

2. Spurningalistar
– hægt að hafa spurningu mánaðarins á vefnum?

3. Guðjón gerði grein fyrir Skólanefndarfundi deginum áður, 4. feb. (sjá http://www.akureyri.is/stjornkerfid/fundargerdir/nyjustu-fundargerdirnar/skolanefnd).

a) Helstu mál á dagskrá þar voru þau að Þuríður Sigurðardóttir, verkefnisstjóri PMT (foreldrafærni) og SMT (skólafærni) á Akureyri, gerði grein fyrir stöðu mála. Sjá nánar á http://pmt.akureyri.is/. Í samantekt hennar kom m.a. fram að 15 grunnskólakennarar og 18 leikskólakennarar á Akureyri hafa lokið grunnmenntunarnámskeiðum í PMT. Enn fremur hafa Oddeyrarskóli, Síðuskóli og Lundarskóli hafið inneiðslu á SMT í sínu starfi.
b) Rekstraráætlun fyrir 2008 var kynnt.
c) Starfsáætlun frá 2008 til 2012 var lögð fram á fundinum.
? All nokkuð var rætt um Naustaskóla, sem taka á til starfa haustið 2009. Ákveðið hefur verið að lengja framkvæmdatímann til þess að dreifa kostnaði og ljóst að skólinn getur ekki tekið inn alla árganga í einu á fyrsta starfsári.
? Fulltrúi Samtaka á fundinum bar fram fyrirspurn um hvort fundargerðir Reiðhjóla- og göngustíganefndar væru einhvers staðar sýnilegar á Akureyri.is, en svo virðist ekki vera. Formaður Skólanefndar ætlar að kanna málið.
d) Borið var fram erindi frá skólastjórum og aðstoðarskólastjórum grunnskóla Akureyrar þess efnis að þeim yrði veitt leyfi til þess að hafa Frístund lokaða tvo morgna á starfsdögum á skólatíma. Ástæður eru þær að án þess gefst skólunum aldrei kostur á því að koma öllu starfsfólki saman á einum tíma á starfsdögum.
? Skólanefnd ákvað að óska eftir umsögn Samtaka um málið.
e) Í lok fundar benti fulltrúi Samtaka fundarmönnum á að nú um þessar mundir sé svæðisráð foreldra barna í grunnskólum Akureyrar, Samtaka, eins árs og muni í því tilefni opna nýjan vef, www.samtaka.net. Skólanefnd óskaði Samtaka til hamingju með áfangann og óskar svæðisráðinu velfarnaði í starfi.

4. Umsögn Samtaka um erindi um Frístund
Samtaka skilur þörf skólanna fyrir að geta kallað allt starfsfólk saman. Hins vegar er líklegt að einhverjir foreldrar hafi engin önnur úrræði en að vera frá vinnu ef Frístund er lokað. Þess vegna gerir svæðisráð foreldra tillögu um að Akureyrarbær leiti ráða til þess að finna úrræði fyrir þessi börn, sem líklegast eru ekki mörg, önnur en þau að senda þau heim þessa daga.

5. Vefur Samtaka var að lokum opnaður með hátíðarbrag og við mikinn fögnuð og aðdáun viðstaddra. Fundargestir óska þess að vefurinn verði virkur og mikið sóttur af foreldrum bæjarins.