Stór fundur um einelti haldinn á Akureyri 6. október nk.

Fyrirlestrarherferð haustið 2010

EINELTI OG UNGT FÓLK OG NETIÐ

Nú í haust mun Heimili og skóli – landssamtök foreldra, Liðsmenn Jerico, Olweusaráætlunin og Ungmennaráð SAFT ferðast í kringum landið og halda fyrirlestrakvöld og jafningjafræðslufundi á 11 stöðum á landinu um einelti, netið og nýmiðla.

Farið verður til Árborgar, Ísafjarðar, Reykjanesbæjar, Akureyri, Skagafjarðar, Grundafjarðar, Fljótsdalshéraðs, Borgarbyggðar, Vestmannaeyja, Hafnar í Hornafirði og til Reykjavíkur tímabilið 14. september til 2. nóvember 2010.

Umfjöllunarefni fyrirlestrarherferðarinnar er einelti og ungt fólk og netið. Leikhópar á þessum 11 stöðum munu undir handleiðslu leiklistakennara eða leiðbeinanda setja upp leiksýninguna „Þú ert það sem þú gerir á netinu“ og sýna í skóla á hverjum stað á jafningjafræðslufundi.

Um kvöldið verður málþing þar sem leikritið verður endurflutt og fyrirlesarar frá Heimili og skóla, liðsmönnum Jerico og frá Olweusaráætluninni munu flytja erindi um einelti út frá sjónarhóli foreldra og þolenda auk þess sem rætt verður um þau úrræði sem í boði eru.  Fundarstjórar verða bæjarstjórar eða fræðslustjórar í viðkomandi sveitarfélagi. Þeir munu fjalla um einelti og aðgerðir gegn einelti í viðkomandi sveitarfélagi. Málþingin verða haldin í samkomuhúsum á viðkomandi stöðum en leitast verður við að kynna dagskránna fyrir íbúum nágrannasveitarfélaga og verða allir velkomnir.  Að erindum loknum munu allir fyrirlesarar svara fyrirspurnum.

Fyrirlestraherferðin er hluti af áætlun þriggja ráðuneyta sem birtist í Greinargerð um aðgerðir gegn einelti í skólum og vinnustöðum:

http://www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf/Einelti_-_Greinargerd_24_juni_2010_-_lokaskjal.pdf

Heimsóknin verður viðkomandi skóla og bæjarfélagi algerlega að kostnaðarlausu.

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson

One thought on “Stór fundur um einelti haldinn á Akureyri 6. október nk.”

  1. Nánari upplýsingar eiga eftir að berast en fundurinn á Akureyri verður haldinn 6. október nk.

Comments are closed.