Stoðkennarinn – kynning á Akureyri

 Til foreldra ungmenna í 8 – 10 bekk grunnskóla Akureyrar 

Samtaka hvetur alla foreldra til að nýta sér kynningu á Stoðkennaranum sem verður í boði hér á Akureyri. 

EFtirfarandi kynningarfundir eru opnir öllum foreldrum ungmenna í 8 – 10. bekk grunnskólanna á Akureyri:

Í sal Síðuskóla þriðjudaginn, 9. mars, klukkan 20

Í sal Brekkuskóla mánudaginn , 8. mars klukkan 15.00. 

Sjá kynningarbréf frá Stoðkennaranum:

Stoðkennarinn er námsvefur ætlaður unglingum í 8.-10. bekk. Hann er stútfullur að gagnvirkum verkefnum í íslensku, ensku, dönsku, stærðfræði og tölvunotkun. Allar einkunnir eru skráðar í einkunnabók þannig að vefurinn er einnig frábært matstæki fyrir kennara og foreldra.

Í sumar mun nýrri og glæsilegri útgáfa vefsins koma á markað og hyggjumst við kynna hana fyrir skólastjórum á Akureyri mánudaginn 8. mars. Við viljum einnig fá möguleika á að kynna vefinn fyrir foreldrum enda mun hin nýja útgáfa leggja meiri áherslu á þátt foreldra. Fá þeir þannig eigin aðgang og geta fylgst með námsframvindu barna sinna.

Hægt er að nálgast kynningarmyndband og frekari upplýsingar á vef okkar, www.stodkennarinn.is.

Kær kveðja,
   f.h. starfsfólk Stoðkennarans,
     Starkaður Barkarson.

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson

2 thoughts on “Stoðkennarinn – kynning á Akureyri”

 1. Góðan dag.
  Ég ætlaði að vísa í og skrá á heimildalista vef Stoðkennarans, en allar upplýsingar um höfund(-a), útgáfustað ofl. vantar. Þið ættuð að kippa þessu í liðinn. Heitir útgáfan eitthvað annað en Stoðkennarinn?
  kv. Bergþóra

 2. Sæl Bergþóra!

  Við hjá Samtaka höfum í raun ekkert með Stoðkennarann að gera. Eina aðkoma okkar var að auglýsa kynningarfund fyrir Stoðkennarann hér á Akureyri. Við fengum uppgefinn vef Stoðkennarans; http://www.stodkennarinn.is

  Vonandi svarar þetta fyrirspurn og athugasemdum þínum

  Bestu kveðjur Vilborg ritari Samtaka

Comments are closed.