Menntastefna

Sjá nánar á;

www.heimiliogskoli.is  á www.mrn.is  og í texta hér að neðan:       

Menntaþing

Mennta- og menningarmálaráðuneyti stendur fyrir menntaþingi þann 5. mars nk. í Valsheimilinu að Hlíðarenda. Yfirskrift þingsins er Heildstæð menntun á umbrotatímum.Tilgangur þingsins er að efna til opinnar umræðu um menntastefnu. Dagskrá þingsins verður tvíþætt. Kynntar verða áherslur í nýjum námskrám allra skólastiga og afrakstur af þjóðfundum um menntamál. Að því loknu verða reifuð og rædd ýmis álitamál sem varða breyttar aðstæður í skólasamfélaginu.
Dagskrá:
11:30 Skráning og kaffi
12:00 Ávarp ráðherra, Katrínar Jakobsdóttur
12:20 Grunnstoðir og viðmið í nýrri menntastefnu
13:10 Raddir af þjóðfundi um menntamál og frá Sóknaráætlun 2020
13:30 Léttur hádegisverður
14:00 Málstofur
a Velferð í skólum – nemendur, kennarar og aðrir starfsmenn.
b Námslengd og skil milli skólastiga – endurskoðun eða óbreytt ástand?
c Framhaldsskóli fyrir alla – markmið og leiðir.
16:30 Samantekt
17:00 Þingslit

Hver málstofa tekur 45 mínútur og hefst á stuttu innleggi um viðkomandi málefni sem fylgt verður eftir með umræðum og samantekt. Þátttakendur færast milli málstofa og gefst þannig kostur á að koma sjónarmiðum sínum að um öll viðfangsefnin. Ýmsar upplýsingar sem varpa frekara ljósi á umræðuefnin verða kynntar á vef ráðuneytisins. Þátttaka í Menntaþingi verður takmörkuð við 300 þátttakendur. Skráning fer þannig fram að einstaklingar skrá sig á vef ráðuneytisins www.menntamalaraduneyti.is/menntathing . Til að tryggja að fulltrúar allra hagsmunaaðila frá ólíkum stofnunum, samtökum og landshlutum komist á þingið verður valið úr hópnum. Öllum verður tilkynnt um niðurstöðu skráningar fyrir 25. febrúar.
Þess er vænst að þingið verði góður vettvangur til að fá upplýsingar um stöðu mála, stilla saman strengi og skiptast á skoðunum um ýmis álitamál sem tengjast menntun.

Kær kveðja
 
Katrín Jakobsdóttir
mennta- og menningarmálaráðherra

Published by

Stjóri

Vefstjóri er Guðjón H. Hauksson