Fundur 10.september 2014

Samtaka, fundur 10.sept 2014.
Fyrsti fundur vetrarins, ekki er þó komin heildarmynd á hópinn þar sem einhver foreldrafélög voru ekki búin að skipa í stjórn.
-Samningur sem gerður var í vor milli Samtaka og skóladeildar liggur fyrir og hefur verið undirritaður. Samtaka hefur nú aðstöðu á skóladeild á Glerárgötu og stefnan er að festur verið viðtalstími einu sinni í viku.

-Málefni vetrarins voru rædd og hvernig skuli staðið að þeim.
Athuga á með fyrirlestra með til dæmis; fíkniefni á Akureyri, Geðheilbrigði (sjálfsmynd unglinga) og bilið milli grunnskóla og framhaldsskóla.
-Í fulltrúaráði Heimilis og skóla sitja Heimir, Sigmundur og Berglind.
-Fyrir hönd Samtaka mun Sigmundur sitja í forvarnarteymi Akureyrarbæjar.
-Tengiliður við skóladeild: Heimir.
-meðlimur í starfshóp um fyrirmyndar aðbúnað í skólum á Akureyri: Heimir.
Upp kom sú hugmynd um að útfæra auglýsingu eða kynningu á Samtaka. Hvað er Samtaka og hvað erum við að gera? Ellert sér um útfærslu á því.

Ritari
Berglind Ása

Fundur Samtaka 7. janúar 2014

Auk stjórnar var mætt Eydís Valgarðsdóttir sem er tengiliður við foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri.

Áframhaldandi umræða fyrir vitundavakningu 2014.

Hvernig komu slagorðin okkar út? Hvernig er best að ná til fólks? Er betra að hafa andlit/mynd við texta, frekar en texta einan og sér? Facebook? Gott væri að fá leyfi frá N4 til að fá að nota uppsetninguna af slagorðunum sem þau gerðu fyrir okkur eða gera nýja.

Hvernig er hægt að kynna Samtaka? Þurfum að finna leið til að komast í umræðuna. Gott væri ef Samtaka ætti LOGO.

Fleiri og hnitmiðaðari ábendingar/slagorð.

Upp kom umræða um hvort við getum reynt að koma á einhverskonar stöðluðu skipulagi sem allir grunnskólar á svæðinu myndu vinna eftir þegar eitthvað er um að vera; opin hús, skólaböll o.þ.h. Skipulag á eftirliti, huga þarf að skólalóð. Og að nemendur fari heim eftir viðburði.

Hvert foreldrafélag ætlar að athuga hvernig þessum málum er háttað í þeirra skóla og þetta verður svo tekið upp á næsta fundi.

Einnig var rætt um mikilvægi þess að jákvæð umræða skapist um viðurkenningar vegna frammistöðu í námi. Hvetja þarf nemendur á jákvæðan hátt til að gera sitt besta og að hvatningaverðlaun séu ekki neikvæður stimpill. Ræða þarf kannski betur um hvernig kenna á nemendum að samgleðjast með skólafélögum þeirra.

Athuga á með vinnureglur þegar einhver er fenginn inn í stofur til að vera með fræðslu fyrir einstaka bekki. Fer kennari fram? Er hann beðinn að fara fram? Á hann ekki að vera til staðar og passa að viðkvæm málefni fari ekki út fyrir velsæmismörk? Foreldrafélög á hverjum skóla athuga málið og rætt verður betur á næsta fundi.

Athuga aftur með tímalínu viðburða. Fá svör hjá skólum um skipulagða viðburði og koma upp opnu skipulagi sem foreldrar geta skoðað.

Ritari: Berglind Ása

Fundur Samtaka 3. des. 2013

Farið var yfir stöðuna á slagorðunum okkar sem eru komin í birtingu hjá N4. Þar eru sex slagorð sem verða birt til 20.desember. Í N4 dagskránni munu svo slagorðin verða birt til áramóta.

Búið er að senda fyrirspurn á skólaráð þar sem við viljum ræða fjárveitingu frá Akureyrarbæ. Það hlítur að vera grundvöllur fyrir öflugri starfsemi að hafa einhvern bakhjarl. Ef ekki hefði til dæmis verið fyrir stuðning frá N4 þá hefði hugmyndin okkar að þessum slagorðum orðið að engu.

Athuga þarf með vitundarvakningu 2014, kynningar og fyrirlestra frá hinum ýmsu félögum.

Komið var aðeins inn á að kynna þyrfti félagið Samtaka, margir vita ekki af því eða fyrir hvað við stöndum.

Spurning um að gera hálfgerða tímalínu, varðandi viðburði og fyrirlestra sem varða foreldra, börn og unglinga á árinu 2014. Greiður aðgangur fyrir hvaða foreldri sem er til að vita alltaf hvað er í gangi og hvaða viðburðir eru í boði.

Ritari: Berglind Ása

Fundur Samtaka 9. apríl 2013

Mætt voru: Áshildur Hlín Valtýsd.og Sigríður Ingólfsd. frá Naustaskóla, Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Vilborg Hreinsd. frá Glerárskóla, Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Sigmundur Magnúss. og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsd. frá Brekkuskóla og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Að auki var mættur Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi

 

 

1) Uppgjör málþings:

– milli 130 og 140 manns mættu og var almenn ánægja meðal fólks með málþingið sem dróst þó aðeins á langinn svo ekki var hægt að bjóða uppá spjall við sálfræðing eftir á eins og til stóð

– veitingar voru mjög fínar og virtist fólk ánægt með að fá mat í hléi

– pallborðsumræður gengu vel og voru gestir duglegir að spyrja þá sem sátu fyrir svörum og eins að spyrja þá sem voru með kynningarbása

– Síminn hefði vijað vera með mann í pallborði til að svara spurningum um netöryggi o.fl.

– Ákveðið var að birta þakkir í Dagskránni, Gunnlaugur V. Guðmundsson ætlar að taka það að sér

– Ábending barst frá gesti um að það þyrfti að gera meira fyrir eldri hópa, eins og hópa á framhaldsskólaaldri. Samtaka ætlar að útbúa erindi til Samfélags- og mannréttindaráðs þar sem áhyggjum af tölvu- og netvandamálum allra aldurshópa er lýst

2) Undirbúningur fyrir aðalfund Samtaka:

– Ákveðið var að halda aðalfund Samtaka þann 7. maí kl. 17-18. Þar verður meðal annars farið yfir lög Samtaka og tillögur að breytingum á þeim en formaður, varaformaður og ritari ætla að hittast við tækifæri og fara yfir lögin

– Vilborg Þórarinsd. formaður, Friðbjörg J. Sigurjónsd. varaformaður og Ragnhildur A. Hjartard. ritari, hafa allar ákveðið að hætta sem fulltrúar í Samtaka og því þarf að finna einhverja til að taka við af þeim. Uppástunga kom fram um að Heimir Eggerz, Áshildur Hlín og Vilborg Hreinsd. tækju við þessum hlutverkum

 

 

Fundi slitið kl.17.55

 

Fundur Samtaka 26. febrúar 2013

Aukafundur vegna fyrirhugaðs málþings um netnotkun barna og unglinga.

Mætt voru: Sigríður Ingólfsóttir og Áshildur Hlín Valtýsdóttir frá Naustaskóla, Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla, Sigmundur Magnússon og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Brekkuskóla, Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla og Ragnhildur Arna Hjartardóttir frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Einnig voru mættir Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi og Guðjón H. Hauksson

 

1) Upp kom sú hugmynd að fá sýn foreldris eða konu á tölvu-og netheim barna og unglinga. Uppástunga um að Bergþóra Þórhallsdóttir aðstoðarskólastjóra í Brekkuskóla yrði fengin til þess var lögð fram

2) Ákveðið var að hefja málþing kl. 18 þann 14. mars. Eftir kl. 20.30 verða pallborðsumræður og jafnvel möguleiki á að hitta sálfræðing í rólegheitum og spjalla

3) Ákveðið var að setja upp vefsíðu fyrir málþingið með “link” á skráningarsíðu þar sem gestir eru vinsamlega beðnir um að skrá þáttöku sína svo hægt verði að sjá nokkurn veginn hvað má búast við mörgum

4) N4 ætlar að vera með umfjöllun um málþingið (viðtal) og var ákveðið að Gunnlaugur forvarnarfulltrúi tæki að sér að sjá um það

5) Ákveðið var að senda grein á Akureyri vikublað þar sem efni málþingsins verður kynnt. Vilborg Þórarinsd. og Guðjón Haukss. taka að sér að sjá um það

6) Sigríður Ingólfsd. ætlar að sjá um að redda veitingum fyrir málþingið og fá Unni Vébjörnsd. með sér í það

7) Heimir Eggerz sér um auglýsingar

8) Ýmsar umræður um nánari skipulagningu og dagskrá málþingsins

 

 

Fundi slitið kl. 18.05

 

Fundur Samtaka 12. febrúar 2013

Mætt eru: Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Sigmundur Magnússon frá Brekkuskóla, Sigríður Ingólfsd. frá Naustaskóla, Unnur Vébjörnsd. frá Oddeyrarskóla, Vilborg Hreinsd. frá Glerárskóla,  og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Þá voru einnig mættir Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi og Guðjón H. Hauksson.

 

1) Rætt var um skipulag og dagskrá fyrirhugaðs málþings um netnotkun barna og unglinga.

– Ákveðið var að fá einhvern sem hefur glímt við net-/tölvufíkn til að koma og segja frá sinni reynslu, t.d. Böðvar Nielsen Sigurðarson

– Ákveðið var að ræða við Advania, Símann, Vodafone, Tölvutek, Eldhaf um að koma og vera með kynningarbása

– Rætt var um að fá Áskel Örn Kárason til að ræða um rétt barna og unglinga til einkalífs og skyldur foreldra og samfélags gagnvart þeim

– Samþykkt var að Guðjón H. Hauksson tæki að sér að opna málþingið ásamt því að vera fundarstjóri

– Ákveðið var að hafa málþingið 14. mars – veltur þó svolítið á því hvort Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur kemst þann dag

– Í grunninn er dagskrá málþingsins; erindi flutt – veitingar – pallborðsumræður

Fundi slitið kl. 18.05

Fundur Samtaka 15. janúar 2013

Mætt eru: Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Friðbjörg J. Sigurjónsd. og Sigmundur Magnússon frá Brekkuskóla, Sigríður Ingólfsd. og Áshildur Hlín Valtýsd. frá Naustaskóla, Unnur Elva Vébjörnsd. frá Oddeyrarskóla og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Gestir fundarins eru Guðjón Hreinn Hauksson og Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi

 

1) Rætt var um netfíkn barna og unglinga og vill Guðjón gjarnan að Samtaka beiti sér fyrir því að bæjaryfirvöld standi fyrir stofnun stuðningshóps fyrir foreldra netfíkla þar sem vilji og þörf eru fyrir hendi. Í kjölfarið sköpuðust umræður um hvernig standa mætti að slíkum hópi sem og meðferðarúrræði fyrir þá sem eiga við netfíkn að stríða. T.d. vill forvarnarfulltrúi að hluti af starfinu fari fram í félagsmiðstöðvunum en lítil sem engin úrræði eru til í dag, hvorki fyrir foreldra né börn og unglinga  með netfíkn.

2) Rætt var um að koma Samtaka á facebook til að reyna að ná til sem flestra foreldra. Margir vita ekki einu sinni af svæðisráðinu. Samþykkt var að stofna facebook-síðu og ætlar Guðjón að sjá um það.

3) Þá var rætt um komandi málþing um netnotkun barna, en ákveðið var að það yrði haldið um miðjan mars ef salur Brekkuskóla er laus þá. Mikill áhugi er að fá Eyjólf Örn Jónsson sálfræðing til að koma og vera með erindi um netfíkn en hann er eini sálfræðingurinn á landinu sem hefur tekið slík mál að sér. Fram komu hugmyndir um að fá einhvern sem hefur tekist á við netfíkn til að koma og ræða sína reynslu sem og að fá tölvu- og fjarskiptafyrirtækin til vera með bása þar sem þau geta kynnt og kennt á sínar netvarnir fyrir gestum málþingsins.

Ákveðið var að prófa að nota tilvonandi facebook-síðu sem umræðuvettvang fyrir málþingið.

 

Fundi slitið kl. 18.25