Fundur 7.apríl 2015

#Um miðjan mars sendi Samtaka frá sér áskorun til Akureyrarbæjar um að endurskoða gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum sem tóku gildi um síðustu áramót. Einnig var bent á misræmi sem snéri að næringargildi matseðla samkvæmt heimasíðum skólanna og orkuþörf krakka á unglingastigi samkvæmt lýðheilsustöð.

Svar frá fræðslustjóra barst í lok mars þar sem hún var vægast sagt ekki sammála okkur. Hún mun boða stjórn Samtaka á fund núna í apríl þar sem þetta verður betur rætt.

 

#Fulltrúaráðsfundur og aðalfundur hjá Heimili og skóla verður 22.apríl í Reykjavík.
Stefnan er að tveir frá Samtaka fari á þennan fund.

 

# Á síðasta fundi hjá Samfélags- og mannréttindaráði kom fram tillaga um aðkomu Samtaka í stýrihóp sem mun taka þátt í þróunnarvinnu um sameiginlegar reglur og viðmið sem snýr að  snjalltækjanotkun í grunnskólum bæjarins. Okkur finnst þetta spennandi verkefni og munu amk tveir fulltrúar frá Samtaka taka þátt í þessum stýrihóp.

 

# Endurskinsmerki.
Búið er skoða grundvöll og leita eftir tilboðum vegna kaupa á endurskinsmerkjum handa grunnskólabörnum á Akureyri. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins og forvarnardeild hjá Rósenborg vilja taka þátt í kostnaði. Þetta er því allt á réttri leið og verður vonandi klárað með vorinu og afhent strax á nýju skólaári.

 

# Lokafundur – aðalfundur Samtaka  verður
5.maí kl 17:00 í fundarsal á 2.hæð, Glerárgötu 26.

 

Ritari, Berglind

Fundur 3.mars 2015

# Rætt var um ný yfirstaðið málþing fíkniefnalögreglunnar á Akureyri sem fór fram í Hofi. Þar var farið ofan í hvert fíkniefni fyrir sig og einkenni. Að lokum gafst viðstöddum kostur á að skoða allskonar muni sem gerðir höfðu verið upptækir hér norðanlands. Almennt vorum við sátt með fyrirlesturinn þótt auðvitað hefði ýmsu verið hægt að bæta við. Enda er þetta málefni sem hægt er að teygja á marga kanta.

# Hugmynd kom upp um að senda á Dagskrána fleiri ábendingum/heilræðum eins og við létum frá okkur í fyrra sem þau gætu þá gripið í ef vantar uppfyllingarefni.

# Dreyfing á seglum um útivistarreglur fer fram í öllum skólum 23.-25.mars n.k og ætlar Sigmundur að græja texta sem hægt verður að senda foreldrum eða setja á heimasíður. Þar eru seglarnir kynntir og foreldrar hvattir til að fylgja þessum lögum.

# Að lokum var rætt um gjaldskrárhækkanir hjá Akureyrarbæ sem tóku gildi 1.janúar og næringargildi á uppsettum matseðlum. Komið er uppkast af ákorun til bæjaryfirvalda með að endurskoða þessa hluti.

Ritari, Berglind

Málþing í Hofi 29.jan ’15

Fundarstjóri: Guðjón Hauksson.
Björn Rúnar Egilsson og Sólveig Karlsdóttir verkefnastjórar hjá Heimili og skóla hófu málþingið.
Þau kynntu Heimili og skóla og hægt er að skoða síðuna þeirra áwww.heimiliogskoli.is.
Svo var sagt frá kynningarferðinni þeirra sem þau voru búin að fara í alla skóla á Akureyri og ræða við krakka í 6.bekk. Það var rætt:
-félagslífið á netinu (keppni um vinafjölda á facebook, „like“ við myndir…)
-tískustraumar (misjafnt hvaða „app“ er vinsælast)
-óheilbrigð samskipti á netinu/óæskileg forrit (til dæmis ask.fm)
-erfiðara að fylgjast með notkun eftir tilkomu snjallsíma
-margir aðgangar (instagram/instagram private, mamma og pabbi sjá bara annan aðgannginn..)
-kennarar óöruggir, myndatökum á skólatíma lekið á netið fyrir skólalok
-mikilvægt að foreldrar setji reglur um notkun og ræði við börnin
Til að fylgja betur eftir var minnt á hversu mikilvæg samstaðan er, þá kemur foreldrasáttmálinn að góðum notum.
Næst kom fram Inga Vala Jónsdóttir foreldri.
Alger þögn ríkti í salnum á meðan hún hélt sitt erindi, en þau hjónin misstu dóttur sína fyrir rétt um ári síðan. Dóttir hennar hafði deilt nektarmyndum af sér til aðila sem hún taldi að hún gæti treyst, en fór svo að myndirnar fóru í almenna dreifingu á netinu. Þar sannaðist að það sem eitt sinn fer á netið er ekki hægt að taka til baka. Þessi góða kona rifjaði hreinskilningslega upp sögu dóttur sinnar, Tinnu Ingólfsdóttur, og gerði hverju foreldri ljóst að þetta getur komið fyrir hvern sem er.
Hafþór Líndal frá ungmennaráði SAFT kom næst upp.
Hann ræddi um að öll landamæri væru vissulega farin sem sneru að internetinu.
Einnig sagði hann lítillega frá nýju rafrænu námsefni frá SAFT en það mun vera kynnt á næstunni. Foreldrar eru hvattir til að fylgjast með saft.is og kynna sér hvað er í boði.
Hafþór minntist einnig á að börnin læra af nethegðun foreldra og að hægt er að kynna sér hvaða forritum er hægt að læsa (netvarar). Minna má líka á ábendingarhnappinn á saft.is
Að lokum komu fram Sigurður Már Steinþórsson og Una Margrét Stefánsdóttir framhaldsskólanemar.
Þau ræddu um hvernig facebook er notaður sem „montmiðill“ og ekkert síður á meðal fullorða en unglinga. Stöðuuppfærslur á facebook er orðin blekking/uppstilling á milli vina og fjölskylda. Annars fannst þeim flest koma fram sem þau hefðu hugsað um að nefna og ítrekuðu bara að foreldrar ættu samskipti við börnin sín og ræddu við þau um heilbrigða notkun á veraldarvefnum. Mikið magn af myndum á netinu í dag er búið að eiga við og breyta eftir hentugleika og það veldur unglingum vanlíðan. Þarna er skortur á raunveruleika og að krakkar halda kannski innst inni að allir þurfi að vera eins og Barbie og Ken.
Eftir umræðurnar hjá þeim var orðið laust og þá tóku við spurningar. Taka má fram að salurinn var þétt setinn og þótti þetta kvöld hafa heppnast einstaklega vel.
Ritari Samtaka, Berglind Ása.

Fundur 10.febrúar 2015

Fundur Samtaka 10.febrúar 2015

-Seglarnir eiga að vera tilbúnir á næstu dögum og gerum við ráð fyrir þeim norður eftir helgi. Ræddum aðeins fyrirkomulagið í sambandi við afhendingu á þeim. Spurning um auglýsingu í dagskránni og afhenda svo í skólunum. Verður rætt betur á næsta fundi.
Einnig kom upp spurning um grundvöll fyrr að láta gera endurskinsmerki handa grunnskólabörnum. Ætlum að skoða hvað er í boði og hvað þetta myndi kosta.
Svo kom upp hugmynd um hvernig væri hægt að hvetja unglingana til notkunar á endurskinsmerkjum og þá kom sú hugmynd upp að stofna til instagram leik þar sem þau væru hvött til að setja inn mynda af sér með endurskinsmerkið undir eitthvað og svo myndum við draga um einhverja vinninga. Verður rætt betur á næsta fundi.
-Búið er að fá salinn Hamra í Hofi undir fyrirlestur hjá lögreglunni þann 26.febrúar næstkomandi. Mikil spenna er hjá meðlimum Samtaka þar sem síðasta málþing gekk svo vel. Egill ætlar að setja saman auglýsingu sem við getum sett í dagskránna og deilt á internetinu.
– Vinnureglur Samtaka. Ákveðið var að það sem undan er gengið i samskiptum innan Samtaka sem og samskiptum við foreldrafélög að halda Samtaka með opnari samskiptum. Öll skjöl og öll verkefni sem eru í gangi skulu fara fram á facebook síðu stjórnar og einnig skulu vinnuskjöl vera unnin i google docs og geta allir séð og unnið í þeim verkefnum. Framvegis munu allir aðilar innan stjórnar vera inni í samskiptum stjórnaraðila og utanaðkomandi aðila td tölvupóstsamskipti og skjöl um verkefni innan Samtaka.

– Marta Lilja kom með erindi frá Naustaskóla.
Naustaskóli hefur verið í samskiptum við Vöndu Sigurgeirs um að koma hingað og ræða um einelti ofl. mál.
Málið rætt og ákveðið að Heimir Formaður ræði við Soffíu Fræðslustjóra um að fá hana hingað í haust og í kjölfarið fara í skólana og ræða við starfsfólk og kennara. Halda ef til vill málþing um málefnið fyrir foreldra.

– Rætt um fundartíma og mætingu.
Rætt um að reyna að hafa fundina skipulagaðri sem og halda fundartíma opnum þannig að fólk sé ekki að hlaupa út á slaginu 18:00. Sum mál eru þess eðlis að stjórn verður að gefa sér betri tíma og leifa umræður á hlutunum.
Einnig verðum við að skoða hvort hægt sé að fá betri mætingu á fundina þar sem mikilvægt er að fá sem fjölbreyttust viðhorf.

– Facebook. Rætt um að fá betri umræður inn á facebook og reyna að fá stjórnarmeðlimi til að segja sína skoðun. Einnig að hvetja fulltrúa innan stjórnar að hvetja til að koma með efni inn á fundi frá foreldrafélögum skólanna enda þurfum við að vinna fyrir hag allra foreldra.

Fundur 5.jan 2015

Fundur Samtaka 5.jan 2015.

Rætt var um seglana (með útivistarreglunum) sem eru í fullri vinnslu. Þeir eru væntanlegir í lok janúar og gerum við ráð fyrir að afhenda þá í apríl. Fyrirkomulag á afhendingu er ekki alveg komið á hreint.

Senn líður að fyrirlestrunum fyrir 6.bekk sem verða í öllum grunnskólum bæjarins síðustu vikuna í janúar. Þann 29.jan kl 20:00 verður svo fyrirlestur í Hofi þar sem foreldrum og velunnurum barna er boðið að koma og hlusta á þessa fræðslu sem þessir krakkar eru að fá. Þarna eru meðal annars teknar fyrir hættur á netinu og ýmis fræðsla því tengd. Þessi fyrirlestur er haldinn í samstarfi við SAFT ásamt Heimili og skóla.

Þann 26.febrúar mun svo lögreglan á Akureyri vera með fræðslu/kynningu í Hofi á fíkn og öllu sem því tengist. Ætlum við þá að hvetja foreldra til að koma og fræðast hver eru merki unglings í neyslu, hvaða hegðunarmunstur og þess háttar. Áætlað að auglýsa þetta tímanlega.

Rætt var betur um fæðisgjöld sem breyttust um áramót og ákveðið var að senda fyrirspurn á skóladeild um útreikninga samanber mismun á leikskóla og grunnskóla. Heimir ætlar að ganga í þetta mál.

Ritari, Berglind.

Fundur 2.des 2014

Fundur SAMTAKA 2 Desember 2014

Efni fundarins.
• Umsókn um styrki og staða mála
o Sigmundur segir frá umsóknum og þeim svörum sem við höfum fengið. Höfum fengið all mörg „nei“ Verið er að bíða eftir svörum frá fleirum ,, Samfélags og mannréttindaráð hefur ákveðið að styrkja verkefnið með segla og útivistartíma barna um 200.000 kr í kjölfar samtals um þau verkefni sem Samtaka er með á áætlun 2015 hefur SM ráð óskað eftir fundi með samtaka um sameiginleg verkefni, Sigmundur mun athuga með tímasetningu og láta nefndarmenn vita.
o Þar sem kostnaður er mun hærri en styrkir hefur verið ákveðið fá tilboð frá nokkrum aðilum um seglana, skoðað verður að hanna nýtt útlit og reyna að minka kostnað, en einnig er í stöðunni að gefa segla aðeins börnum í 1-6 bekk i í stað allra barna.

• 2. Pöntunin á seglum og afhending
o Tekin verður ákvörðun um pöntun þegar kostnaður og öll tilboð liggja fyrir.
o Ákveðið er að hver skóli muni sjá um að afhenda seglana og mun það vera gert i samráði við skólastjóra og foreldrafélög hvers skóla fyrir sig.

• 3. Logo og notkun þeirra
o Egill kom og sýndi nýtt logo Samtaka og nokkrar útfærslur sem Ellert hannaði og þeir hafa útfært. Hönnunin og útfærslan var unnin í sjálfboðavinnu og erum við þeim þakklát fyrir það.
o Nú þegar Samtaka á logo er nú hægt að setja það á auglýsingar og fréttir frá samtökunum. Egill ætlar að setja logo i skjal sem hægt er að nota á heimasíður skólana og bæjarinns og verður linkur settur á heimasíðu samtaka.

• 4. Matur í grunnskólum Akureyrar
o Heimir segir frá því að nokkrir foreldrar hafi komið á tal við sig þar sem þau lýsa yfir furðu sinni á útreikningum á mat i grunnskólum Akureyrar, Heimir segir frá því að hann hafi á fundi skólanefndar Akureyrar þann 24 Nóvember s.l. hafi hann spurt út i þetta og hafi komið i ljós að matargjald i grunnskólum er reiknað með þvi að taka hráefniskostnað, laun starfsmanna, rekstur á húsi og tækjum.
o Með þvi er máltíðin að kosta 530 krónur, en í annaráskrift 395 krónur.
o Starfsfólk grunnskólanna er að greiða 291 krónur fyrir hverja máltíð óháð fjölda á mánuði.
o Samtaka harmar þetta og mun í kjölfarið leggjast i rannsóknarvinnu um þetta og síðan senda ábendingu um þetta til skóladeildar sem og skólanefndar Akureyrar.
• Hækkun á leikskólagjöldum Akureyrar .
o Samtaka harmar þá ákvörðun Akureyrar um hækkun á vistunargjöldum i leikskólum sem og hækkun á frístund i Grunnskólum Akureyrar.
o Í fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir hækkun á dagvistunar- og leikskólagjöldum upp á 7%. Sem dæmi munu dvalartímar hækka um tæplega 1.700 krónur á mánuði, miðað við átta klukkustundir á dag. Þá mun frístundagjald hækka um 880 krónur. Einnig mun fæði hækka um 4% eða 320 krónur. Þetta er þvert á stefnu Akureyrarbæjar í skólamálum en þar segir að leita eigi leiða til að gera leikskólann gjaldfrían.

• 5. Fyrirlestur lögreglu um Fíkniefnamál á Akureyri.
o Fimmtudagur 26. febrúar 2015 verður stefnt að því að halda fyrilestur um fíkniefnaheim á Akureyri i samvinnu við rannsóknalögregluna á Akureyri í Hofi. Var svipaður fyrilestur á málþinginu „tölum sama“ í vor en margir foreldrar hafa kallað eftir því að lögreglan fái að kynna sína hlið betur sem og hvernig staðan er hér á Akureyri…
o Sigmundur M. Tengiliður Samtaka við Lögreglu mun skipuleggja þetta i samráði við lögreglustjóra og rannsóknarlögreglu.

• 6. Fyrilestur frá heimili og skóla fyrir 6 bekk.
o Heimir segir frá samtali við Heimili og skóla i sambandi við fræðslu um snjallsíma og netnotkun barna og unglinga. Ráðgert er að aðilar komi til Akureyrar seinustu vikuna i Janúar og fari i alla 6 bekki á Akureyri. Fyrirlestur verður fyrir krakka i 6 bekk um morguninn og fyrir foreldra um kvöldið líklega verður tekinn 1-2 skólar á dag. .. umræður um fyrikomulag og að fá krakka i nemendaráði með og halda smá tölu um snjallsímana og forritin sem þau eru að nota.
o Einnig kom upp sú hugmynd að taka eitt kvöldið i vikunni og halda málþing um snjallsíma og netnotkun í hofi eða einhverjum grunnskólanum. Fá þá Guðjón Hauksson sem hefur verið með fyrirlestur um tölvunotkun, aðila frá SAFT og tölvunarfræðing frá Advania til að segja frá þessum hættum.

• 7. Fjárhagsáætlun 2015 í samtaka
o Heimir kynnir samning við skóladeild þar sem skila þarf áætlun yfir fræðslumál samtaka fyrir árið 2015.
o Mikið rætt um ákveðin verkefni sem á að fara i og hvernig fjármagna skal þau. Eins og undanfarin ár munum við sækja um styrki til fyrirtækja og stofnana en einnig er inn i myndinni að hver skóli greiði fastan styrk til samtaka háð fjölda nemenda.
o Heimir mun i kjölfarið fara á fund með Fræðslustjóra og kynna verkefni Samtaka árið 2015 og hvernig fjárhagsáætlun lítur út.

• 8. Fjárhagsáætlunar akureyrar 2015
o Heimir Kynnti síðari umræðu um fjárhagsáætlun Akureyrar í fræðslumálum fyrir árið 2015, Var hún tekin fyrir á Skólanefndarfundi 24 Nóvember sl.
o Ekki voru aðilar i Samtaka sammála þeim niðurskurði sem áætlaður er sem og hækkun á gjaldskrá Akureyrar.
o Samtaka furðar sig á ákvörðunum meirihlutans í kjölfar áætlunar flokkana í fræðslumálum sem kom skýrt fram í stefnuskrá flokkana i kosningum í vor. Er þetta andstætt stefnuskrá og loforða flokkana i málaflokknum. Samtaka sem eru samtök foreldra á Akureyri vill beina þeim tilmælum til skólanefndar að reyna eftir fremsta megni að standa vörð um hag barna og foreldra á Akureyri.

• Önnur mál.
o Snjallsímanotkun i Grunnskólum.
? Mikið hefur borið á snjallsímanotkun i grunnskólum og er nú svo farið að símar eru farnir að vera notaðir i kennslustundum i sumum skólum.
? Samtaka furðar sig á þessari þróun sérstaklega með tillit til þess að ekki eru allir nemendur sem eiga snjallsíma eða spjaldtölvur til að nota i kennslustundum
? Samtölum unglinga í frímínútum hefur farið aftur með tilkomu snjallsíma og það orðið svo að i sumum bekkjadeildum er lítið talað saman og eru allir uppteknir i símum, virðist sem kennarar i sumum skólum hafa brugðið á það ráð að láta nemendur skrifa undir samning og fá þau til að sleppa símum í frímínútum. Og fá þau þá umbun.
? Samtaka hvetur skóladeild til að samræma reglur um snjallsímanotkun i grunnskólum og setja á stefnu i snjallsíma og spjaldtölvumálum i grunnskólunum.
o Ekki fleira tekið fyrir og fundi slitið 18:15

Ritari, Heimir

Fundur 4.nóvember 2014

Mjög góð mæting var á fundinn og eru nú komnir fulltrúar frá öllum grunnskólum á Akureyri. Búið er að semja bréf vegna beiðni um fjárstyrk, sem sent var á stærri fyrirtæki hér í bænum, fyrir seglum með útivistartíma sem við hyggjumst dreifa. Vonumst við eftir einhverjum svörum nú í nóvember.
Búið er að tala við lögregluna um að halda fræðslufund undir nafninu „fíkniefni á Akureyri“. Stefnt er á að halda hann í janúar og verið er að skoða með sal og þess háttar.
Ellert er búinn að útfæra LOGO fyrri Samtaka og hann og Egill ætla að klára að setja það upp. Þá munu samtökin geta notað það um ókomin ár.
Forvarnarfræðsla á vegum Heimilis og skóla í samstarfi við SAFT verður væntanlega í lok janúar. Fræðsluefnið er fyrir nemendur í 6.bekk annars vegar og foreldra hins vegar. Farið er yfir hættur sem krakkar geta staðið frammi fyrir í netheimum og foreldrum bent á hvernig hægt sé að vera vakandi fyrir þeim.
Rætt var um foreldrasáttmálann og fræðsluefni sem Heimili og skóli buðu okkur og nokkrir skólar hafa nú þegar ákveðið að taka inn þetta efni.
Fyrirspurn kom um þak fyrir kosnað vegna árshátíða sem virðist víðast hvar vera kominn ansi hátt. Ætlum við að athuga þetta og reyna að fá skólana í samstarf um að stilla saman hóf fyrir næsta skólaár.

Ritari, Berglind.