Aðalfundur Samtaka maí 2015

Skýrsla stjórnar.

Undanfarið ár hefur samtaka komið að nokkrum stórum verkefnum og nokkrum litlum. Veturinn byrjaði á undirbúningi á seglum sem voru hannaðir og að lokum afhentir öllum börnum i 1-6 bekk.

Loks var farið i að hanna logo fyrir samtaka og hugmyndin hans Ellerts frábær . Egill fór svo og lagði loka höndina á það og kom i tölvutækt form.

Fyrirlestur fyrir alla í 6. bekk á Akureyri sem og flottur 200 manna fyrirlestur í Hofi um snjalltækjanotkun.

Fyrirlestur um Fíkniefnaheiminn á Akureyri í Hofi og mættu um 110 manns þar.

Áskorun á Akureyrarbæ vegna skólamáltíða og gjaldskrá i leik- og grunnskólum.

Sædís hefur undanfarið ár setið i skólanefnd á vegum samtaka, en einnig er þar inni hún Vilborg sem situr fyrir hönd leikskólanna en gott er að hafa bakland þar inni.

Samráðshópur um læsi á vegum Menntamálaráðuneytis. Heimir sat í þeim hóp sem fundaði mánaðarlega í vetur. Að lokum var skilað skýrslu frá þeim í febrúar.

Samráðshópur um snjalltækjanotkun á Akureyri í samvinnu við samfélags- og mannréttindaráð. Sigmundur er komin í þá nefnd og til að byrja með mun Heimir einnig sitja fundi,  en ráðgert er að finna annan aðila með Sigmundi í haust.

Stýrihópur um fyrimyndarbúnað i leik- og grunnskólum.

Heimir situr í þeim hóp sem hefur fundað einu sinni. Áætlað er að vinna  þeim hópi áfram og mun það verkefni taka um 2-3 ár.

Fulltrúaráðsfundur Heimilis og skóla í apríl.

Vegna veðurs var ekki hægt að fara á fundinn í nóvember (en tveir fundir eru haldnir á hverju skólaári). Á fundinum í apríl var Heimir formaður kosinn í stjórn heimilis og skóla í gegnum fulltrúaráðið.

Skýrsla stjórnar var samþykkt með meirahluta atkvæða.

Svæðisráð foreldra

Samtaka er nafn á svæðisráði foreldra í grunnskólum og framhaldsskólum Akureyrarbæjar. Tilgangur svæðisráðsins er að styrkja rödd foreldra sem hagsmunahóps í sveitarfélaginu og sameina krafta þeirra til góðra verka í skólamálum…

Aðalfundur foreldrafélags Lundarskóla

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn miðvikudaginn 23. apríl næstkomandi, kl. 19:30.  Gert er ráð fyrir að fundurinn standi  í um hálftíma og eftir fundinn mun Guðjón Hreinn Hauksson halda  stuttan fyrirlestur um börn, tölvur og forvarnir, hvað eru börnin okkar að gera í tölvunni !?!?!

AuglýsingVef_fyrirlestur

Ég auglýsti eftir framboðum til foreldrafélagsins hér um daginn.  Fram komu 3 framboð, sem er frábært, en enn vantar gjaldkera og hvet ég áhugasama til að mæta á fundinn.   Dagskrá fundarins er sem hér segir;

 • Skýrsla stjórnar.
 • Skýrsla gjaldkera.
 • Kosning til stjórnar.  Þeir sem hafa boðið sig fram;
 1. Egill Heinesen til varaformanns
 2. Stella Sverrisdóttir til ritara
 3. Svanhvít Íris Valgeirsdóttir til meðstjórnan da
 • Skólaráð.
 • Afhending gjafabréfs til skólans.
 • Nokkur orð frá skólastjóra.
 • Lagabreytingar.
 • Önnur mál

Bestu kveðjur

Elísabet Hjálmarsdóttir, formaður

Fundur Samtaka 7. janúar 2014

Auk stjórnar var mætt Eydís Valgarðsdóttir sem er tengiliður við foreldrafélag Menntaskólans á Akureyri.

Áframhaldandi umræða fyrir vitundavakningu 2014.

Hvernig komu slagorðin okkar út? Hvernig er best að ná til fólks? Er betra að hafa andlit/mynd við texta, frekar en texta einan og sér? Facebook? Gott væri að fá leyfi frá N4 til að fá að nota uppsetninguna af slagorðunum sem þau gerðu fyrir okkur eða gera nýja.

Hvernig er hægt að kynna Samtaka? Þurfum að finna leið til að komast í umræðuna. Gott væri ef Samtaka ætti LOGO.

Fleiri og hnitmiðaðari ábendingar/slagorð.

Upp kom umræða um hvort við getum reynt að koma á einhverskonar stöðluðu skipulagi sem allir grunnskólar á svæðinu myndu vinna eftir þegar eitthvað er um að vera; opin hús, skólaböll o.þ.h. Skipulag á eftirliti, huga þarf að skólalóð. Og að nemendur fari heim eftir viðburði.

Hvert foreldrafélag ætlar að athuga hvernig þessum málum er háttað í þeirra skóla og þetta verður svo tekið upp á næsta fundi.

Einnig var rætt um mikilvægi þess að jákvæð umræða skapist um viðurkenningar vegna frammistöðu í námi. Hvetja þarf nemendur á jákvæðan hátt til að gera sitt besta og að hvatningaverðlaun séu ekki neikvæður stimpill. Ræða þarf kannski betur um hvernig kenna á nemendum að samgleðjast með skólafélögum þeirra.

Athuga á með vinnureglur þegar einhver er fenginn inn í stofur til að vera með fræðslu fyrir einstaka bekki. Fer kennari fram? Er hann beðinn að fara fram? Á hann ekki að vera til staðar og passa að viðkvæm málefni fari ekki út fyrir velsæmismörk? Foreldrafélög á hverjum skóla athuga málið og rætt verður betur á næsta fundi.

Athuga aftur með tímalínu viðburða. Fá svör hjá skólum um skipulagða viðburði og koma upp opnu skipulagi sem foreldrar geta skoðað.

Ritari: Berglind Ása

Fundur Samtaka 3. des. 2013

Farið var yfir stöðuna á slagorðunum okkar sem eru komin í birtingu hjá N4. Þar eru sex slagorð sem verða birt til 20.desember. Í N4 dagskránni munu svo slagorðin verða birt til áramóta.

Búið er að senda fyrirspurn á skólaráð þar sem við viljum ræða fjárveitingu frá Akureyrarbæ. Það hlítur að vera grundvöllur fyrir öflugri starfsemi að hafa einhvern bakhjarl. Ef ekki hefði til dæmis verið fyrir stuðning frá N4 þá hefði hugmyndin okkar að þessum slagorðum orðið að engu.

Athuga þarf með vitundarvakningu 2014, kynningar og fyrirlestra frá hinum ýmsu félögum.

Komið var aðeins inn á að kynna þyrfti félagið Samtaka, margir vita ekki af því eða fyrir hvað við stöndum.

Spurning um að gera hálfgerða tímalínu, varðandi viðburði og fyrirlestra sem varða foreldra, börn og unglinga á árinu 2014. Greiður aðgangur fyrir hvaða foreldri sem er til að vita alltaf hvað er í gangi og hvaða viðburðir eru í boði.

Ritari: Berglind Ása

Aðalfundur Samtaka 7. maí 2013

Dagskrá:

 Orð formanns

 Breytingartillögur

 Tilkynning um fulltrúa sem ganga úr stjórn

 Önnur mál


Mætt voru: Sigmundur Sigurðsson og Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Sigmundur Magnússon og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir frá Brekkuskóla, Vilborg Hreinsdóttir frá Glerárskóla, Vilborg Þórarinsdóttir frá Lundarskóla, Sigríður Ingólfsdóttir frá Naustaskóla og Ragnhildur Arna Hjartardóttir frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

Að auki var mættur Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi Akureyrarbæjar.

 

 1. Orð formanns – farið yfir störf Samtaka veturinn 2012-2013:

  1. með aðalfundi hefur Samtaka haldið átta fundi í vetur

  2. mest hefur umræða ráðsins snúist um tölvu-/netvandamál barna og unglinga en einnig hafa komið upp umræður um vímuefnamál. Engin umfjöllunarefni bárust Samtaka frá skólanefnd í vetur

  3. gestir á fundum hafa verið Karl Frímannsson fræðslustjóri, Guðjón H. Hauksson og Gunnlaugur V. Guðmundsson fornvarnarfulltrúi

  4. í haust var Heimir Eggerz kosinn til að sitja sem áheyrnarfulltrúi ráðsins í skólanefnd í stað Guðbjargar Björnsdóttur sem þurfti því miður að hætta og Vilborg Hreinsdóttir var valin tengiliður Samtaka við Heimili og skóla – bæði hafa sinnt þeim störfum með sóma

  5. Friðbjörg J. Sigurjónsdóttir var valin til að sitja í stýrihóp um aðlögun aðalnámskrár en dró sig út úr því starfi vegna ósamkomulags um laun. Enginn var valinn í hennar stað

  6. í desember voru starfsreglur ráðsins ræddar og ákveðið að taka þær upp á aðalfundi (sjá lið 2)

  7. til að gera Samtaka meira áberandi var ákveðið að útbúa “grúppu” á Facebook sem var gert og eru meðlimir hennar orðnir rúmlega 300 talsins. Þar er til dæmis hægt að koma af stað umræðum um öll málefni er varða börn og unglinga á grunskólaaldri. Það er svo á ábyrgð fulltrúa Samtaka að kynna bæði heimasíðu ráðsins og Facebook-síðuna á aðalfundum sinna foreldrafélaga

  8. Samtaka stóð fyrir málþinginu “Uppeldi í tölvuvæddum heimi – ábyrgð allra”. Þetta er í fyrsta sinn sem Samtaka hefur haldið jafn kostnaðarsamt málþing og í kjölfarið var rætt um að setja þyrfti einhverjar reglur og skipuleggja betur hvernig haldið er utan um fjármálahlið slíkra málþinga þar sem einhverjir hnökrar hafa verið á þeim þætti þó allt hafi gengið upp að lokum

  9. Samtaka í samvinnu við forvarnarfulltrúa fékk Siggu Dögg kynfræðing, til að vera með fyrirlestra fyrir 8. bekkinga í grunnskólum Akureyrar

 

 1. Tillögur að breytingum að starfsreglum Samtaka, sem unnar voru af Vilborgu Þórarinsdóttur og Ragnhildi Hjartardóttur, voru sendar öllum fulltrúum ráðsins til yfirlestrar fyrir aðalfund. Tillögurnar voru allar samþykktar á aðalfundi og nýjar starfsreglur verða settar á heimasíðu Samtaka. Breytingarnar felast aðallega í umorðun og einföldun á eldri starfsreglum

 

 1. Tilkynningar um fulltrúa sem ganga úr stjórn – stjórnarkjör

  1. Vilborg Þórarinsdóttir formaður, Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsdóttir varaformaður og Ragnhildur Arna Hjartardóttir ritari ganga allar úr Samtaka og munu nýjir fulltrúar koma inn í þeirra stað á nýju starfsári

  2. Nýr formaður, varaformaður og ritari voru kjörnir en þeir eru: Heimir Eggerz formaður, Áshildur Hlín Valtýsdóttir varaformaður og Vilborg Hreinsdóttir ritari.  Nýr áheyrnarfulltrúi skólanefndar verður kosinn í haust

 

 1. Önnur mál:

  1. Gulla finnst samstarfið við Samtaka mjög áhugavert og vill að forvarnarfulltrúi sinni slíku samstarfi í meira mæli

  2. umræða um vímuefnavanda, forvarnir og úrræði fyrir foreldra og börn kom upp, allir fulltrúar sammála um að þessi málaflokkur megi ekki gleymast þó að rannsóknir sýni að fjöldi barna í neyslu minnki

  3. Svar barst frá Samfélags- og mannréttindaráði við erindi Samtaka sem var sent eftir málþingið og varðaði úrræði við tölvu-og netvanda barna og unglinga. Erindið var tekið fyrir á fundi og vísað til umræðu í tengslum við gerð langtímaáætlunar fyrir þá málaflokka sem heyra undir ráðið

  4. Sigmundur Magnússon keypti gjafabréf í Hof fyrir hönd Samtaka sem þakklætisvott handa Guðjóni H. Haukssyni fyrir störf í þágu ráðsins vegna nýliðins málþings og fleira. Þar sem Guðjón komst ekki á fundinn ætlar Sigmundur að færa honum gjafabréfið við fyrsta tækifæri

 

 1. Fundi slitið kl. 18

Fundur Samtaka 9. apríl 2013

Mætt voru: Áshildur Hlín Valtýsd.og Sigríður Ingólfsd. frá Naustaskóla, Vilborg Þórarinsd. frá Lundarskóla, Vilborg Hreinsd. frá Glerárskóla, Heimir Eggerz frá Síðuskóla, Sigmundur Magnúss. og Friðbjörg Jóhanna Sigurjónsd. frá Brekkuskóla og Ragnhildur Arna Hjartard. frá Giljaskóla sem jafnframt ritar fundargerð.

 

Að auki var mættur Gunnlaugur V. Guðmundsson forvarnarfulltrúi

 

 

1) Uppgjör málþings:

– milli 130 og 140 manns mættu og var almenn ánægja meðal fólks með málþingið sem dróst þó aðeins á langinn svo ekki var hægt að bjóða uppá spjall við sálfræðing eftir á eins og til stóð

– veitingar voru mjög fínar og virtist fólk ánægt með að fá mat í hléi

– pallborðsumræður gengu vel og voru gestir duglegir að spyrja þá sem sátu fyrir svörum og eins að spyrja þá sem voru með kynningarbása

– Síminn hefði vijað vera með mann í pallborði til að svara spurningum um netöryggi o.fl.

– Ákveðið var að birta þakkir í Dagskránni, Gunnlaugur V. Guðmundsson ætlar að taka það að sér

– Ábending barst frá gesti um að það þyrfti að gera meira fyrir eldri hópa, eins og hópa á framhaldsskólaaldri. Samtaka ætlar að útbúa erindi til Samfélags- og mannréttindaráðs þar sem áhyggjum af tölvu- og netvandamálum allra aldurshópa er lýst

2) Undirbúningur fyrir aðalfund Samtaka:

– Ákveðið var að halda aðalfund Samtaka þann 7. maí kl. 17-18. Þar verður meðal annars farið yfir lög Samtaka og tillögur að breytingum á þeim en formaður, varaformaður og ritari ætla að hittast við tækifæri og fara yfir lögin

– Vilborg Þórarinsd. formaður, Friðbjörg J. Sigurjónsd. varaformaður og Ragnhildur A. Hjartard. ritari, hafa allar ákveðið að hætta sem fulltrúar í Samtaka og því þarf að finna einhverja til að taka við af þeim. Uppástunga kom fram um að Heimir Eggerz, Áshildur Hlín og Vilborg Hreinsd. tækju við þessum hlutverkum

 

 

Fundi slitið kl.17.55